Draumaferðin
Draumaferðin
Heimsreisan sem mig hefur dreymt um í mörg ár...
Draumaferðin

miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Núna er hin mikla ferð búin og hefði ég aldrei getað ímyndað mér að þetta væri svona mikil lífsreynsla.
Ég hef gert marga hluti sem ég hefði aldrei trúað mér til að gera, t.d. lærði ég að kafa, ég fór í flúðasilgingu, á kajak, fjórhjól og hestbak svo nokkuð sé nefnt.
Ég silgdi á öllum tegundum af bátum; skútum, árabátum, kanú, keppnisskútu og venjulegum bátum, bæði litlum og stórum.
Ég fór í allskonar farartæki; trukk, bílaleigubíl, rútur, strætó og svo auðvitað Pam.
Ég fór frá sjávarmáli upp í rúmlega 4000 metra hæð.
Ég upplifði 16 flugferðir sem flestar voru með mikilli ókyrrð en ég stóðast það próf.
Ég sá óendanlega mikið að dýrum sem ég hef aldrei séð áður; kengúrur, krókódíla, koala, Pirana fiska, hákarla, risaskjaldbökur, lamadýr, froska, apa, slöngur og svo margt annað að ekki væri sú upptalning skemmtileg til lengdar.
Ég smakkaði á nokkrum af þessum framandi dýrum sem ég sá, t.d. kengúrum, lamadýrum og piranafiskum... ásamt öllu því sem ég vissi ekki hvað var!
Ég fór til fimm heimsálfa, níu landa og 12 stórborga.
Og svo eignaðist ég svo mikið af skemmtilegum vinum og hitti svo mikið af frábæru fólki að ég verð hamingjusöm til æviloka.
Svo er bara ein spurning eftir: MÁ ÉG FARA AFTUR?