Draumaferðin
Draumaferðin
Heimsreisan sem mig hefur dreymt um í mörg ár...
Draumaferðin

fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Jæja, eftir langa keyrslu komum við til Sydney og keyrðum strax í hjólhýsagarð og keyptum okkur stað fyrir Pam. Við vorum náttúrulega glorsoltinn og fórum við í ferð í miðbæinn til að finna okkur eitthvað að éta. Að keyra yfir Sydney Harbor Bridge var alveg magnað og þar sem ég fór aldrei yfir brúnna þegar ég var síðast í Sydney var þetta alveg frábær upplyfun... jafnvel þó að ég hafi verið í skottinu á Pam með mjög lítið útsýni!!!
Eftir smá dinner var farið í hjólhýsagarðinn og bara farið að sofa... dagurinn búin að vera langur. Við ákváðum að fá okkur hostel í Sydney svo að við gætum verið niðrí bæ þar sem allir staðir fyrir Pam voru langt langt uppí sveit! Við fórum og bókuðum okkur á hostelið sem ég var á síðast, Base Backpackers, sem var mjög gott hostel. Við fengum sér herbergi öll fjögur saman. Svo kom að því að kveðja Pam... Þar sem bílastæðin í miðborg Sydney eru jafn dýr og gisting ákváðum við að fara eitthvað með hana í úthverfin og leggja henni þar í nokkra daga... frítt! Við vorum smá á rúntinum að finna rétta staðinn en að lokum lögðum við henni í Rosewood hverfinu og tókum allt dótið með okkur. Þar sem ég var að kveðja Pam þurfti ég augljóslega að taka ALLT mitt dót með mér en hin gátu bara tekið það með sér sem þau þurftur að nota í nokkra daga. Vá, ég vissi ekki að ég hafði safnað að mér svona miklu dóti á ferðalaginu og var bakpokinn minn úttroðinn og nýja taskan mín líka og litli bakpokinn og.. . jamm, allt of mikið. En ég náði nú að drösla öllu þessu drasli með mér í lestina. Pam fékk stóran, blautan koss og stórt og mikið faðmlag að kveðju. Bless Pam, þú varst æðisleg! Við fengum okkur svaka fínan morgunmat í þessu hverfi áður en við fórum í lestina... svaka fínt hverfi! Eftir að hafa komið okkur fyrir á hostelinu var farið að skoða. Við fórum niður í bæ og sáum óperuhúsið og brúnna og öll kvikindin í Botanic Gardens... þar eru sko leðurblökur, páfagaukar og kóngulær ásamt fullt af öðrum dýrum. Um kvöldið var svo farið á djammið... hvað annað! Ég var búin að vera í sambandi við Nigel sem ég hitti á Fiji og svo aftur á Nýja-Sjálandi og hittum við hann og fórum á tjúttið með honum og vinum hans. Við fórum fyrst og fengum okkur kokkteil á Shangri-La hótelbarnum. Þetta er eitt flottasta og dýrasta hótelið í Sydney og er barinn á efstu hæð með útsýni yfir Óperuhúsið og höfnina. Kokkteilarnir voru líka þokkalega dýrir(nærri því 1000kr!)... en maður þurfti bara að kaupa einn til að fá að vera þarna inni... hehehe... ókeypis útsýni... það kostar sko það sama að fara upp í útsýnisturninn, en hér fær maður áfengi líka!!! Sniðug!
En djammað var framm á morgun og voru margir barir skoðaðir og er ómögulegt að telja upp einhver nöfn... því að ég bara man þau ekki!!! ;-) Haldið var uppá hostel undir morgun eftir að hafa fylgt Nigel í rútuna... hann var að yfirgefa Sydney! Sniff sniff... kveðja besta félagann sem ég var búin að hitta í þremur löndum og ALLTAF gaman að bralla eitthvað með honum. Ég hitti hann bara einhvern tíman seinna í Englandi!
Daginn eftir var farið meira að skoða, Darling Harbor og miðborgin en ekki djammað eins mikið þetta kvöld vegna svaka þreytu. Daginn eftir fóru Becs og Jan á línuskauta en ég og Michael fórum bara á netið og svo í göngu um borgina.
Ég fór svo með allan hópin út að borða... kveðju dinner!!! SNIFF SNIFF!!! Við fórum á alveg frábæran stað í Darling Harbor og borðuðum og drukkum alveg heilan helling. Ég verð samt að segja að þó að maturinn hafi verið frábær og þjónustan góð... þá var þetta ekki besta máltíðin sem ég fékk í Ástralíu. Við vorum svo svakalega góðir kokkar að oft var maturinn betri en á bestu veitingastöðum í heimi. Helst er að nefna grillið á Alba Beack, grillið í Nimbin, grillið í Dululu... ok, þið skiljið hvað ég meina.
Restin af kvöldinu var ákveðið... detta í það og fara til Kings Cross hverfisins að djamma. Þetta hverfi er líkt og Soho í London... fullt af börum, klúbbum og óendanlega mikið af strippbúllum. Eins og við var að búast var tekið vel á því og djammað á King X barnum og nokkrum börum í viðbót langt framundir morgun.
Daginn eftir var ég ekki í stuði að gera mikið og þar sem ég var búin að fara í útsýnisturninn var ég bara ein að tjilla á meðan þau fóru að skoða hann. Jan og Becs fóru á sædýrasafnið en þar sem ég var ekki í miklu stuði fór ég að versla smá með Michael og svo fengum við okkur svaka gott að borða í Darling Harbor. Um kvöldið var farið í ChinaTown og fengið sér að borða... nammi namm, ég elska thailenskan mat. Kvöldið átti svo taka rólega þar sem þau voru að fara til Melbourne og ég heim daginn eftir. Við fórum á götumarkað og þar vildu Jan og Becs endilega bara fara aftur til Kings Cross og hrynja ærlega í það... en ég var ekki til. Þannig að úr var að Jan og Becs fóru á fyllerí og ég og Michael ætluðum bara í bíó. Eftir að hafa eitt mörgum klukkutímum í göngu að reyna að finna eitthvað sérstakt bíó ákváðum við bara að sleppa þessu og röltum bara um og kjöftuðum. Við fórum að sofa nokkuð seint en ekki nærri því eins seint og Jan og Becs sem rúlluðu inn rétt áður en vekjaraklukkan hringdi. Jan var í nokkuð góðu formi en Becs var alveg steinrotuð þegar átti að fara að vakna og leggja í hann. Michael, Jan og Becs ætluðu að leggja snemma af stað því að þau þurftu að sækja Pam og ætluðu svo að keyra alla leið til Melbourne þennan dag, ég átti flug til London um kvöldið svo að kveðjustundin var runnin upp! Þetta var erfitt og faðmlögin mörg en svo fóru þau... ég horfði út um gluggann og veifaði þegar þau gengu inn í lestarstöðina á móti hostelinu... og jú, tárinn flæddu :-(
Eftir að hafa jafnað mig og kúrt aðeins lengur í rúminu, pakkaði ég öllu mínu dóti niður og setti í geymslu á hostelinu. Svo þurfti ég að finna mér eitthvað að gera... og hvað annað en að versla!!! Keypti mér aðrar litlar gallabuxur ásamt fleiru á útsölu sem ég fann og svo keyrti ég allar Friends syrpunar á annari útsölu. Allt gert til að leiðast ekki! svo var bara tölt um og stússast smá. Síðan var komin tími til að koma sér út á flugvöll. Ég var bara flott á því og tók Taxa... ég var með svo svakalega mikin farangur að ég nennti ekki öðru! Eftir að búið var að tékka sig inn... og kjaftaði mig út úr að þurfa að borga yfirvigt ;-) þá fór loksins að koma smá spenningur að vera að fara heim.
Fyrst var flogið til Singapore og auðvitað var flugið hræðilegt... ókyrrð og læti stóran hluta úr leiðinni! Ég veit að þið hugsið að þar sem ég er svona hrædd við að flúga, þá er þessi ókyrrð sem ég er alltaf að tala um, svaka lítil og aumingjaleg og mest megnis bara í hausnum á mér! En ég er ekkert að ýkja... það var líka ókyrrð á leiðinni til Íslands sem var ekki neitt miðað við oft áður en Sigurbirni fannst ókyrrðin ekki lítil!
En eftir leiðinlega lendingu í Singapore var tveggja tíma stopover á flugvellinum og ákvað ég að skella mér bara í sturtu. Var búin að frétta að það væri hægt að kaupa sér sturtuferð á flugvellinum sem gerði allt þetta flug aðeins skárra. Og vá hvað mér leið miklu betur eftir baðið. Aðeins voru búnir 9 tímar af flugi og rúmlega 12 eftir. Eftir að í loftið var komið var ennþá ókyrrð þar sem veðrið yfir suðaustur-Asíu var þokkalega slæmt. En tveimur tímum seinna var flugið bara fínt og ég meira að segja svaf smá ásamt að borða 4 máltíðir og sjá 5 bíómyndir á leiðinni frá Sydney til London!
Meira un London seinna.