Draumaferðin
Draumaferðin
Heimsreisan sem mig hefur dreymt um í mörg ár...
Draumaferðin

þriðjudagur, júlí 05, 2005
Jæja, reyna að skrifa eitthvað smá í dag!
Eftir að hafa pakkað og yfirgefið Ayr var haldið til Airlie Beach. Við komum þangað seinni part dags og hittum þar Becs og Teresiu og var farið að plana að fara að sigla. Mikið var skoðað og var mikið úrval í ferðum... en að lokum komumst við að sameiginlegri niðurstöðu þar sem allir voru sáttir við og veskið líka. Við keyptum ferð á keppnisskútuna Matador sem hefur sigrað í fullt af keppnum, þar á meðal Ameríkubikarinn og Tasmaníukeppninni. Becs ákvað að koma með okkur en Teresia ákvað að vera eftir það sem hún var enn veik. Við fréttum að Mike væri einhversstaðar á tjaldstæði í Airlie Beach, þannig að við fórum á Pam að leita af honum en fundum hann ekki þó að við höfðum lagt okkur öll fram og kom hann því ekki með að sigla. Mætingin á skipið var morguninn eftir en vegna þess hvað við vorum sein vorum við nærri því búin að missa af skútunni, en rétt mörðum þetta. Og auðvitað var slatti að bjór með í för! Siglingin á skútunni var alveg frábær, þrír dagar, tvær nætur af djammi, sól, svaka siglingum og geðveikt flottum stöðum. Við sigldum um The Whitsundays eyjarnar... og vá hvað það var fallegt þarna. Mæli með þessu fyrir alla. Fjórir voru í áhöfn: Captain Tim, rauðhærður, bleikur svaka skemmtilegur strákur, Kokkurinn, hún Heidi, sem var alveg þvílík "pam" look-a-like... Pam persónan, ekki bílinn!!! Svo voru tveir sjóarar, svona aðstoðarmenn Skipperins, þeir Dan og Robbie. Dan svaka gormur og Robbie rólega týpan. Allt saman frábært fólk. Farið var í siglingakeppni á milli okkar og annars báts... og auðvitað unnum við! En þessar skútur eru svona eins og maður sér oft í sjónvarpinu... fara nærri því á hliðina og sigla þannig! Allir voru með í að setja upp seglin og breyta þeim eftir vindi og áttum og þetta var svaka fjör allt saman. Flottast var að koma á Whitehaven Beach, þó að veðrið hafi ekki verið frábært þann dag sem við vorum þar, var svo svakalega fallegt þarna að það skipti ekki öllu máli. Sandurinn þarna er sá hvítasti og fínasti sem ég hef nokkurn tímann séð. Við sáum krossfisk, flatfisk og lítin hákarl bara við það að labba aðeins um í sjónum... geggjað! Fékk meira að segja að koma við krossfiskinn... kúl! Síðasta daginn á skútunni fórum við á eyju sem var með bar, sundlaug og heitum potti ásamt heitum sturtum... Long Island Ice Tea og heitur pottur er góð leið að ná úr sér hrollinum!!!
Eftir að komið var í land, var auðvitað slútt partý. Hvernig fer þetta fólk að þessu sem vinnur við svona dót... alltaf svaka djamm eftir hverja einustu tveggja nótta siglingu... erfitt líf!!! Hvar sækir maður um? En eins og venjulega var geggjað fjör og var djammað fram undir morgun... þurfti meira að segja að fara daginn eftir í leiðangur í leit að uppáhalds skónum mínu þar sem ég hafði skilið þá eftir á einum barnum... hamagangur í dansinum sko!
Daginn eftir var bara slappað af... fundum loksins Mike og var allur skarinn bókaður í 4WD ferð á Fraser Island eftir nokkra daga. Teresia var farin áleiðis að Fraser og ætlaði að hitta okkur þar, en ég, Mike, Jan, Becs og Michael ákváðum á skella okkur aðeins í Outbackið... strákunum langaði að sjá smá auðn.
En fyrst var keyrt til Rockhamton og komum við þangað seint að kvöldi. Og vorum við á tveimur bílum, Pam og bílaleigu bílnum hans Mikes. Við ákváðum að fá okkur bara fjölskyldu herbergi öll saman og grilla og svoleiðis. Fundum fínan stað en svefnpláss bara fyrir fjóra, svo að allar dýnur voru teknar úr Pam og Jan svaf á gólfinu. Allir voða sáttir og eins og venjulega var maturinn góður. Eftir sturtu x5 var svo bara spjallað og svo smá fjöldaslagsmál og svo farið að sofa. Vaknað var snemma og haldið í ferð út í auðnina. Erfitt reyndist að finna alvöru auðn þar sem þessi "auðn" var í miðju kolasvæðinu. En við sáum margra kílómetra langar kolalestir og marga smábæi. Góð myndasyrpa var tekin á leiðinni og var Pam í aðalhlutverki þar... vonandi get ég sett inn einhverjar myndir af því, þegar ég fæ allar myndirnar frá Ástralíu fljótlega. Í eftirmiðdaginn var kaffi og kex í bæ sem heitir Blackwater og svo var farið að reyna að finna stað til að gista á... og þá allt í einu(eftir myrkur) voru engir staðir í boði og keyrðum við í nokkra hringi en enduðum í smá bæ sem heitir Dululu... eiginlega ekki smábær, frekar svona -ekki einu sinni smá-bær! En eftir á Mike og Becs voru búin að setja upp tjaldið og við að gera ekki neitt nema að horfa á og drekka bjór, var farið að grilla. Og eins og þið eruð búin að þekkja þá var náttúrulega veisla... nautasteikur, túnfisksteikur og risarækjur á teini ásamt fullt af góðgæti með. Verst var að við þurftum að slást við fullt að kvikindum á meðan við vorum á reyna að njóta matarsins...fullt, fullt, fullt af kvikindum. Svo komu tveir svangir kettlingar í heimsókn og fengu þeir að smakka kræsingarnar... þvílíkt lúxus kvöld hjá þeim! Siðan var komið sér fyrir í Pam og tekið til við að spila og drekka bjór... og úr varð þetta líka skemmtilega kvöld af spjalli og fjöri... eitt það besta kvöld í ferðinni allri!
Daginn eftir var svo vaknað seint og keyrt í langan tíma... eða það fannst höfðinu alla vegna!!!Við keyrðum alla leiðina til Hervey Bay þar sem við ætluðum í ferð til Fraser Island. En meira um það seinna.