mánudagur, júní 27, 2005
Daginn eftir "The Woolshead" djammið, var öllu rúntað út úr herberginu út á gangstétt og beið Nína með öllum bakpokunum og fullt af öðru drasli á meðan Michael og Jan fóru að sækja Vaninn. Og ég beið og ég beið og ég beið... ef ég hefði ekki verið með allt draslið þeirra þá hefði ég haldið að þeir hefðu stungið mig af!!! En tveimur tímum seinna komu þeir með frekar lítinn van sem við vorum nokkuð sátt við nema að við gátum ekki opnað aftur hurðina. Þannig að við keyrðum til baka og kvörtuðum... og viti menn, fengum við ekki bara flottan van sem var bara nokkuð stærri en hinn. Allir voða sáttir, sérstaklega strákarnir þar sem á hvorri hlið var kona á bikini og á toppnum var nakin kona!!! Sem sagt, þá er þetta svona bílaleiga sem leigir úr gamla bíla sem eru allir málaðir af "listamönnum" og þó að maður rispi eða beygli bílinn smá, þá er það í lagi. En vaninn er med svefnaðstöðu fyrir þrjá og smá eldhúsi aftast. Eftir að hafa hrúgað öllu í bílinn var haldið af stað... fyrsta mál á dagskrá var að finna nafn á bílinn og það var samþykkt samróma að hún var skýrð Pam... augljósasta ástæðan fyrir því, var að gellan á toppnum á bílnum(þessi bera!) var með stór brjóst! Þarf ég að segja eitthvað meira? Mike var kvaddur með tárum og loforð tekið að hittast fljótlega "on the road" og gera eitthvað skemmtileg saman. Núna hófst "The Road Trip" gaman gaman! Keyrt var af stað og erfiðast við það allt var að ákveða hvar á að stoppa... svo svaka margir áhugaverðir staðir til að stoppa á! En fyrsti staðurinn var einhver lítill bær sem ég man ómögulega hvað heitir og ég finn ekki á korti, en þar fengum við okkur hádegisverð og þar byrjaði Nína að drekka kaffi. Strákarnir voru með góða kaffikönnu og þeytisprota og var gert "Cafe Macciato" Expresso með heitri, þeyttri mjólk... og það sem eftir að ferðinni var þetta það fyrsta sem maður fékk í hendurnar á morgnanna, þvílík þjónusta! Við keyrðum svo til Townsville þar sem við ætluðum að hitta Becs og Teresiu en við komum svo seint í bæinn að við fórum bara strax að stað fyrir Pam yfir nóttina. Við fundum gott bílastæði á tjaldstæði sem kostaði bara 1000kr nóttin. Síðan var hringt í stelpurnar og náðum við í Teresiu og fréttum við að Becs væri farinn áleiðis til Airlie Beach þar sem við öll ætlum að hittast seinna í vikunni. Við vorum aðeins of þreytt til að fara að hitta Teresiu og var því bara dinner, sturta og svefn. Fyrsta nóttin í Pam var mjög góð og fór mjög vel um okkur... að vísu tók það smá tíma að venjast að kúrast á milli tveggja 21 árs gamla stráka... úff erfitt ;-) Næsta dag fórum við í miðbæ Townsville og eftir nokkrar spaugilegar slaufur í keyrslunni fundum við miðbæinn og fórum að leita eftir upplýsingum um köfun sem við höfðum heyrt um... kafa niður á flak skipsins Yongala. Yongala sökk 1911 og er eitt að 10 bestu flökum að kafa í heiminum. Það voru nokkur fyrirtæki í Townsville sem eru með þessa köfun en flakið er nokkru sunnar svo að við enduðum með að ákveða að keyra til lítils bæjar sem heitir Ayr og fara þaðan með litlu fyrirtæki. Með því minnkuðum við siglinguna að flakinu úr 3 tímum í 40 mínútur... og ég með mína sjóveiki, leist bara vel á þetta plan! Eftir að búið var að bóka köfunina fyrir daginn eftir fórum við að hitta Teresiu en hún var búin að vera veik síðan við vorum að læra að kafa og var ennþá svolítið slöpp og vildi ekki fara með okkur að kafa, þannig að við fylgdum henni í rútuna og hún lofaði að hitta okkur aftur í Airlie Beach. Þannig að við þrjú keyrðum til Ayr og vorum komin þangað um þrjú og fórum við að kaupa mat og bjór, síðan keyrðum við til Alba Beach þar sem fyrirtækið sem við ætluðum að kafa með er staðsett þar. Við vorum nú nokkuð þreytt og lögðum við Pam niður við strönd og opnuðum hurðarnar og lögðum okkur... besti blundur sem ég hef fengið í langan tíma... sól, heitur andvari og niður af öldunum... Heaven! Eftir blundinn var fundinn staður fyrir Pam og okkur fyrir nóttina. Síðan var grillað... rækjur, humar og fiskur... nammi namm! Síðan var setið og spjallað og drukkinn bjór... frábærar myndir koma fljótlega af þessu öllu! Vaknað var snemma og tilhlökkunin var mikil. Þegar við komum á staðin var seinkun á ferðinni vegna öldugangs og fengum við okkur þá kaffi og samlokur. Gallar voru mátaðir og köfunarleiðin var ákveðin... allt tilbúið. Þar sem þetta var lítið fyrirtæki var bátuinn þeirra lítill... tók aðeins 12 manns... en í dag vorum við bara fjögur... frábært að vera fá! Eftir erfiða sjóferð vegna öldugangs var komið á áfangastað. Eftir að við vorum komin í græjurnar var farið í fyrri köfunina. Við fórum hringin í kringum flakið og það var frábært, ég sá risa skjaldbökur, risa fiska, hákarla og fullt annað frábært. Eftir rúmlega hálftíma köfun, var haldið upp í bátinn í hvíld í klukkustund... það var þokkalega erfitt vegna öldugangs og þegar við vorum að fá okkur köku og djús ældi Michael nærri því á mig... rétt missti af fésinu á mér! Ég og Jan fórum af bátnum saman í næstu köfun og skildum ekki af hverju það tók svona langan tíma fyrir Michaael og hinn gaurinn að koma sér niður... en við fréttum að því eftir á að Michael hélt bara áfram að æla þegar hann var komin út í og komst þess vegna ekki niður! Oj bara... greyið! Seinni ferðinn var betri... klappaði skjaldböku sem var jafn stór og ég og sá klósettin á flakinu og fullt meira. En ekki nóg með að öldugangurinn var mikill, heldur var mikill straumur í sjónum við flakið og þurfti maður að hafa mikið fyrir því að komast til baka með flakinu. Og þegar ég kom uppá yfirborðið var ég alveg búin á því og ætlaði aldrei að komast að bátnum og upp í hann... kláraði of mikið súrefni og var algjörlega búin á því... gat ekki einu sinni komið mér úr gallanum... sat bara eins og klessa! En svo var haldið í land til að hvíla sig. Við keyrðum aftur til Ayr og fundum stæði fyrir Pam og okkur fyrir nóttina. Smá afslöppun og góð sturta var tekin og haldið síðan á barinn að hitta gæjanna frá köfuninni og átti að fara að horfa á ástralskan fótbolta. Mikið stuð var á hópnum og var drukkið Bundaberg(romm og kók blanda) í könnum. Mjög skemmtilegt kvöld... eftir það vildi Jan endilega sofa Á Pam... on top! Og kom hann sér fyrir á dýnu með svefnpokan sinn og sofnaði þar... svaf að vísu ekki lengi og kom inn fljótlega vegna kulda!
miðvikudagur, júní 15, 2005
Íslenskir stafir... úff, þetta á eftir að ganga erfiðlega!
Jæja, frá Cape Tribulation fórum við til Cairns og þar var farið í búð og verslað mat og jú, auðvitað svolítinn bjór! Hittum Teresiu og Becs i búðinni og voru þær að fara til Magnetic Island... planið var að hittast öll í Townsville eftir fjóra daga. Eftir að búið var að fylla bílinn af gotterí var haldið til Atherton Tablelands. Þar sem áliðið var dags, ákváðum við að fara til vatns sem heitir Lake Eacham og leita að gistingu þar(stutt keyrsla). Þegar við komum þangað var eitthvað lítið um gistingu að fá... og enduðum við i fjölskylduíbúð á frekar fínu hóteli. Þar sem við erum alltaf að spara var þetta erfið ákvörðun... en klukkan var margt og komið myrkur... þannig að 30 A$ á mann(1500kr.) var niðurstaðan. Fyrst var farið að sjá Sugargliders(sem ég veit ekki hvad heitir á íslensku!), en það eru sem sagt einhverskonar flúgandi íkornar. Alveg ótrúlegt að sjá þá svífa... gerist frekar hratt en virðist einhvernvegin ekki vera neitt mál fyrir þessi dýr að henda sér úr tré og lenda 10m. neðar í heilu lagi! En eftir þetta var haldið í íbúðina og eldað... eins og vanalega var alveg svakalega góður matur og eftir að hafa troðið okkur full af góðgætinu var farið að kjafta og koma sér fyrir. Stundum er voðalega gott að vera kona... sérstaklega þegar maður ferðast með þremur herramönnum. Í íbúðinni var stofa og eitt herbergi og í staðin fyrir að ég þyrfti að sofa við hliðina á karlmanni!!!!! ARG! þá fékk ég bara herbergið með hjónarúminu alein! Og þeir sváfu í stofunni í blautum rúmum. Rúmin voru reyndar öll frekar rök og höldum við að það hafi verið vegna þess að við vorum í miðjum regnskógi... vonandi var það ástæðan!!!
Morguninn eftir erfiða nótt... svolítið um kvikindi að halda fyrir okkur vöku og þegar við opnuðum dyrnar voru svalirnar okkar fullar að viltum kalkúnum... skiljum núna lætin sem voru undir húsinu alla nóttina... héldum að allt væri fullt af rottum en kalkúnar voru það!!! En eftir svaka fínan morgunmat var haldið að Lake Eacham og var deginum eytt í afslöppun og sólbað. Við snorkluðum smá í vatninu, en það var nú ekki mikið að sjá. En frábær dagur í afslöppun og var haldið í smá rúnt að skoða okkur um eftir hádegið. Eftir skemmtilega heimsókn í upplýsingamiðstöð í pínkulitlum bæ ákváðum við að gista í Yungaburra. En á leiðinni þangað var komið við og skoðað svaka gat í jörðinni og lítinn foss. Við komum til Yungaburra og fundum hostel með nafninu "On The Wallaby" og var það svakalega fínt hostel og þar sem við vorum í svo litlum bæ og svo langt frá allri siðmenningu þá voru ekki einu sinni lásar á hurðunum. En við fengum herbergi með tveimur kojum og allt voða fínt og Þurrt!!! Síðan var farið í smá göngu að reyna að koma auga á einhver dýr sem eru í ánni þarna rétt hjá... get ómögulega munad hvað þau heita hvorki á íslensku eða ensku! En eftir að hafa séð nokkrar hreifingar í vatninu og ekki mikið annað... og já, orðin drulluskítug... var tölt uppá hostel aftur og eldað þessa fínu máltíð eins og við erum vön. Síðan var tekin skák og fengið sér bjór og Captain Morgan(var að reyna að klára tollinn sem ég keypti mánuði áður... og það tókst þetta kvöld!) Eftir nokkra bjóra, 2 pela af Captain Morgan og pela af Baileys var haldið að skoða "menninguna" í bænum! Við fundum einn pöbb og fengum meiri bjór og spiluðum pool... og það er alveg sama hvaða leik ég spila... ég tapa alltaf og ég meina ALLTAF! En ég er búin að læra að vera ekki tapsár... eða svona nokkurn vegin!!! En eftir að einn af strákunum fékk leiðinlegt símtal af heiman og langaði bara að hrynja í það, var farið á stúfanna og reynt að finna annan bar þar sem þessi var að loka! En eina sem við fundum var brúðkaup!!! Við reyndum að bjóða okkur í það... en fólkið var nú ekkert endalaust hrifið að fá fjóra bakpokaferðalanga sem voru vel í glasi! Þannig að við fórum bara aftur á barinn og keyptum eina stóra flösku af Jim Beam og Kók og slógum upp partý á Hostelinnu! Þar sem allir voru farnir að sofa, reyndum við að vera lágvær og tókst það nokkuð vel þangað til að Simon kom! Simon er Ástrali sem var í Yungaburra með nokkrum félögum sínum að fylgjast með hjólreiðakeppni sem fór í gegnum bæinn fyrr um daginn. Og fóru félagarnir á trall um kvöldið og voru á leið í háttinn þegar þeir koma auga á okkur. Og fljótlega sátum við uppi með Simon og það var mesta fjör sem við höfum haft í nokkurn tíma. Maðurinn var svo fyndinn og dónalegur og orðin sem hann gat látið út úr sér get ég ómögulega endurtekið hér á þessari síðu!!! En ef þið hafið tækifæri og spyrið mig un Brian, þá er það nokkuð góð saga!!! Svo var Simon með nokkra persónuleika með sér og einn var skoti sem hét Colin McPuffet og var alveg frábær. Það er svo erfitt að útskýra hvers vegna þetta var svona gaman, þetta er svona meira "you had to be there" dæmi! En eftir að allt áfengi í Yungaburra var búið var loksins farið að sofa. Tókum að vísu upp á videó þegar Jan var að hrjóta og Mike svaf í fósturstellingunni!!! En ég fékk það nú borgað... vaknaði um morguninn með kameru í andlitinnu!!!
En næsti dagur var farið að skoða fossa og er fallegasti fossinn Milla Milla fossinn og voru teknar fullt af fallegum myndum og fullt af skrítnum myndum... fáið að sjá að á myndasíðunni fljótlega. Síðan voru skoðaðir fullt að fallegum fossum en eftir fjóra eða fimm vorum við út fossuð og fórum þá að leggja í hann til baka til Cairns.
Þegar við komum til Cairns var enga gistingu að fá á hosteli... einhver fríhelgi í gangi... þannig að við enduðum á Moteli í fjölskylduherbergi. Kom reyndar út ódýrara en hostel, svo að allir voru ánægðir. Síðan var sturtan tekin og haldið í bæinn í smá kveðjukvöld því Mike var búin að ákveða að yfirgefa okkur daginn eftir... vorum nefnilega að fá vaninn okkar frá bílaleigunni daginn eftir. Þetta átti reyndar að vera frekar rólegt kvöld vegna þreytu allra eftir Simon kvöldið áður, en auðvitað var drukkið og farið á P.J. O´Brians og svo á The Woolshead!!! Gaman gaman, en ekkert toppar útskriftarkvöldið góða.
En meira fljótlega.
Jæja, frá Cape Tribulation fórum við til Cairns og þar var farið í búð og verslað mat og jú, auðvitað svolítinn bjór! Hittum Teresiu og Becs i búðinni og voru þær að fara til Magnetic Island... planið var að hittast öll í Townsville eftir fjóra daga. Eftir að búið var að fylla bílinn af gotterí var haldið til Atherton Tablelands. Þar sem áliðið var dags, ákváðum við að fara til vatns sem heitir Lake Eacham og leita að gistingu þar(stutt keyrsla). Þegar við komum þangað var eitthvað lítið um gistingu að fá... og enduðum við i fjölskylduíbúð á frekar fínu hóteli. Þar sem við erum alltaf að spara var þetta erfið ákvörðun... en klukkan var margt og komið myrkur... þannig að 30 A$ á mann(1500kr.) var niðurstaðan. Fyrst var farið að sjá Sugargliders(sem ég veit ekki hvad heitir á íslensku!), en það eru sem sagt einhverskonar flúgandi íkornar. Alveg ótrúlegt að sjá þá svífa... gerist frekar hratt en virðist einhvernvegin ekki vera neitt mál fyrir þessi dýr að henda sér úr tré og lenda 10m. neðar í heilu lagi! En eftir þetta var haldið í íbúðina og eldað... eins og vanalega var alveg svakalega góður matur og eftir að hafa troðið okkur full af góðgætinu var farið að kjafta og koma sér fyrir. Stundum er voðalega gott að vera kona... sérstaklega þegar maður ferðast með þremur herramönnum. Í íbúðinni var stofa og eitt herbergi og í staðin fyrir að ég þyrfti að sofa við hliðina á karlmanni!!!!! ARG! þá fékk ég bara herbergið með hjónarúminu alein! Og þeir sváfu í stofunni í blautum rúmum. Rúmin voru reyndar öll frekar rök og höldum við að það hafi verið vegna þess að við vorum í miðjum regnskógi... vonandi var það ástæðan!!!
Morguninn eftir erfiða nótt... svolítið um kvikindi að halda fyrir okkur vöku og þegar við opnuðum dyrnar voru svalirnar okkar fullar að viltum kalkúnum... skiljum núna lætin sem voru undir húsinu alla nóttina... héldum að allt væri fullt af rottum en kalkúnar voru það!!! En eftir svaka fínan morgunmat var haldið að Lake Eacham og var deginum eytt í afslöppun og sólbað. Við snorkluðum smá í vatninu, en það var nú ekki mikið að sjá. En frábær dagur í afslöppun og var haldið í smá rúnt að skoða okkur um eftir hádegið. Eftir skemmtilega heimsókn í upplýsingamiðstöð í pínkulitlum bæ ákváðum við að gista í Yungaburra. En á leiðinni þangað var komið við og skoðað svaka gat í jörðinni og lítinn foss. Við komum til Yungaburra og fundum hostel með nafninu "On The Wallaby" og var það svakalega fínt hostel og þar sem við vorum í svo litlum bæ og svo langt frá allri siðmenningu þá voru ekki einu sinni lásar á hurðunum. En við fengum herbergi með tveimur kojum og allt voða fínt og Þurrt!!! Síðan var farið í smá göngu að reyna að koma auga á einhver dýr sem eru í ánni þarna rétt hjá... get ómögulega munad hvað þau heita hvorki á íslensku eða ensku! En eftir að hafa séð nokkrar hreifingar í vatninu og ekki mikið annað... og já, orðin drulluskítug... var tölt uppá hostel aftur og eldað þessa fínu máltíð eins og við erum vön. Síðan var tekin skák og fengið sér bjór og Captain Morgan(var að reyna að klára tollinn sem ég keypti mánuði áður... og það tókst þetta kvöld!) Eftir nokkra bjóra, 2 pela af Captain Morgan og pela af Baileys var haldið að skoða "menninguna" í bænum! Við fundum einn pöbb og fengum meiri bjór og spiluðum pool... og það er alveg sama hvaða leik ég spila... ég tapa alltaf og ég meina ALLTAF! En ég er búin að læra að vera ekki tapsár... eða svona nokkurn vegin!!! En eftir að einn af strákunum fékk leiðinlegt símtal af heiman og langaði bara að hrynja í það, var farið á stúfanna og reynt að finna annan bar þar sem þessi var að loka! En eina sem við fundum var brúðkaup!!! Við reyndum að bjóða okkur í það... en fólkið var nú ekkert endalaust hrifið að fá fjóra bakpokaferðalanga sem voru vel í glasi! Þannig að við fórum bara aftur á barinn og keyptum eina stóra flösku af Jim Beam og Kók og slógum upp partý á Hostelinnu! Þar sem allir voru farnir að sofa, reyndum við að vera lágvær og tókst það nokkuð vel þangað til að Simon kom! Simon er Ástrali sem var í Yungaburra með nokkrum félögum sínum að fylgjast með hjólreiðakeppni sem fór í gegnum bæinn fyrr um daginn. Og fóru félagarnir á trall um kvöldið og voru á leið í háttinn þegar þeir koma auga á okkur. Og fljótlega sátum við uppi með Simon og það var mesta fjör sem við höfum haft í nokkurn tíma. Maðurinn var svo fyndinn og dónalegur og orðin sem hann gat látið út úr sér get ég ómögulega endurtekið hér á þessari síðu!!! En ef þið hafið tækifæri og spyrið mig un Brian, þá er það nokkuð góð saga!!! Svo var Simon með nokkra persónuleika með sér og einn var skoti sem hét Colin McPuffet og var alveg frábær. Það er svo erfitt að útskýra hvers vegna þetta var svona gaman, þetta er svona meira "you had to be there" dæmi! En eftir að allt áfengi í Yungaburra var búið var loksins farið að sofa. Tókum að vísu upp á videó þegar Jan var að hrjóta og Mike svaf í fósturstellingunni!!! En ég fékk það nú borgað... vaknaði um morguninn með kameru í andlitinnu!!!
En næsti dagur var farið að skoða fossa og er fallegasti fossinn Milla Milla fossinn og voru teknar fullt af fallegum myndum og fullt af skrítnum myndum... fáið að sjá að á myndasíðunni fljótlega. Síðan voru skoðaðir fullt að fallegum fossum en eftir fjóra eða fimm vorum við út fossuð og fórum þá að leggja í hann til baka til Cairns.
Þegar við komum til Cairns var enga gistingu að fá á hosteli... einhver fríhelgi í gangi... þannig að við enduðum á Moteli í fjölskylduherbergi. Kom reyndar út ódýrara en hostel, svo að allir voru ánægðir. Síðan var sturtan tekin og haldið í bæinn í smá kveðjukvöld því Mike var búin að ákveða að yfirgefa okkur daginn eftir... vorum nefnilega að fá vaninn okkar frá bílaleigunni daginn eftir. Þetta átti reyndar að vera frekar rólegt kvöld vegna þreytu allra eftir Simon kvöldið áður, en auðvitað var drukkið og farið á P.J. O´Brians og svo á The Woolshead!!! Gaman gaman, en ekkert toppar útskriftarkvöldið góða.
En meira fljótlega.
miðvikudagur, júní 01, 2005
Jaeja, nu er komid ad thvi... eg er ad koma heim! Eg kem heim i kvold(1.juni) med fluginu fra London og ef einhver er vakandi a thessum tima og langar ad koma og segja hae, tha er thad bara fint! Mamma, Pabbi, Anna, Sandra og Sigurbjorn gerdu ser ferd til London til ad hitta mig og hrekkja mig sma thannig ad eg er buin ad ad hitta eitthvad ad pakkinu minu... gaman gaman. God saga ad segja fra thvi! En eg er ad flytja heim til foreldranna i nokkra manudi... greyid thau, losna aldrei vid mig... eg kem alltaf aftur!!! Thannig ad kaffi og kleinur naestu daganna i Heidarbruninni! Eg veit ekki alveg stadusinn a partyinu sem atti ad vera naestu helgi, en blogga stad og stund fyrir heimkomupartyid her i vikunni! Annars vaeri gaman ad sja ykkur oll naestu daga, allir velkomnir! SeeYa!
P.S. Og audvitad held eg afram naestu daganna med ferdasoguna og restin af myndunum kemur inn fljotlega!
P.S. Og audvitad held eg afram naestu daganna med ferdasoguna og restin af myndunum kemur inn fljotlega!