Draumaferðin
Draumaferðin
Heimsreisan sem mig hefur dreymt um í mörg ár...
Draumaferðin

mánudagur, mars 21, 2005
Nuna eru allar myndirnar fra Fiji komanar inn... og eg meira ad segja skrifadi komment vid thaer allar... svo baettist adeins vid sjuklinga albumid! Blogga a naestu dogum... Allt um Bay of Islands og Nyja Sjaland. Endilega skrifid athugasemdir vid myndir og blogg... mer finnst svo gaman ad heyra i ykkur.
þriðjudagur, mars 15, 2005
Jaeja... komin ur afsloppuninni a Fiji. Eg er ekki fra thvi ad eg hafi fundid sma ofund streyma fra Islandi thessa niu daga... og thad er sko vel skiljanlegt!
Thann 5. mars tok eg sem sagt flug til Fiji klukkan atta um kvoldid... og hvad haldid thid... eg fekk bara thetta fina flug... ekki okyrrd eda neitt, varla kunni a svona fint flug! En eitt boggadi mig i fluginu, eg fekk thetta fina gluggasaeti og hugsadi mer gott til glodarinnar... ad eg fengi orugglega ad hafa saetid vid hlid mer lika a leidinni thar sem fair farthegar voru a thessu flugi. Sat eg tharna svaka anaegd, nema hvad... kemur ekki thessi lika svaka hlunkur labbandi ad mer og byrjar ad troda ser i saetid vid hlidina a mer! Thessi vesalings hlussa passadi engan vegin i svona venjulegt saeti, en nadi ad troda ser med thvi ad lata spikid leka yfir arminn a milli okkar og a mig! Eg er nu engin mjona en ad finna thetta mjuka spik leggjast i hlidina a mer thannig ad eg thurfti ad halla mer til hlidar og var thvi eiginlega klest eins og fluga a gluggann, var nu bara nokkud ogedslegt! Starfsmennirnir a flugvellinum hafa orugglega hlegid ad thessari mennesku sem var svo aest ad komast i loftid ad hun var vid thad ed koma i gegnum glerid! En mer til mikillar anaegju, tha faerdi aumingja madurinn sig eftir flugtak og tok eina saetarod fyrir framan mig.
Eftir mjuka lendingu var lent i Nadi a Fiji, flugid tok rett um 3 tima og var klukkan tha 12 timum a undan Islandi. Thegar eg steig svo ut ur velinni tha nadi eg varla andanum... hitinn og rakinn, va! Klukkan var tiu um kvoldid og eg hugsadi bara; o mae god, hvernig a eg ad lifa af 9 svona heita daga! En fljotlega vandist thetta og eftir ad hafa rolt og nad i toskuna og tekid ut pening ur hradbanka var eg tilbuin i afsloppunina. Thurfti ad taka ut pening til ad endast mer allan timann, thar sem engir hradbankar eda bankar eru a eyjunum sem eg var ad fara til! Ja, eg var sem sagt ad fara i siglingu um eyjaklassa vestan vid adaleyjuna a Fiji. Thessi sigling var 8daga/7natta verd med ollu innifalid. Eyjaklassin heitir Yasawa eyjarnar.
Eg for svo ad leita af einhverjum fra fyrirtaekinu sem er med thessar ferdir... eg fekk nefnilega svona auka pakka thvi ad eg bokadi meria en 4 naetur hja thessu fyrirtaeki... i honum var flutningur fra flugvelli a hostel og ein nott a thvi hosteli fritt med morgunmati... og ekki nog med thad tha fekk eg lika thetta fina Sarong(so wrong! hehehe) Thegar eg fann svo folkid sem var med ferdina kom i ljos ad med flugvelinni voru 5 adrir i svipudum siglingum og vorum vid oll a leid a hosteli. Medal theirra var hun Louise-Anne fra Fronskumaelandi Kanada, einn Danskur strakur, einn spaenskur strakur, ensk stelpa og svo eg man ekki hve var i vidbot. A hostelinu fekk eg finn rum og eftir sma spjall vid folkid foru allir ad sofa. Thetta var svakalega flott hostel med sundlaug sem eg ad visu fekk ekki taekifaeri til ad nota thvi ad ferdin min byrjadi med rutuferd klukkan 8 um morguninn. En eg tok myndir!!!
Vid forum med rutunni nidur a hofn... vid keyrdum framhja flottasta hotelinu a Fiji...Sheraton... og va! Thegar eg vinn i Lotto aetla eg ad vera thar i manud! Thegar vid komum nidur a hofn beid Yasawa Flyer baturinn eftir okkur. Eg, Louisa-Anne og Daninn vorum miklir vinir og vid vorum saman i hop og spjolludum mikid alla leidinna. Eg og Louisa-Anne vorum a leid a somu eyju en Daninn var a leid eitthvad annad. Vodalega leidinlegt ad vera buin ad steingleyma hvad madurinn heitir, en svona er madur ordin gamall.
Eftir ad vid hofdum kvatt Danann og eftir 4 tima siglingu tha komum vid til eyjarinnar Nanuya Lailai og kom litill batur med utanbordsmotor ad pikka okkur upp af stora batnum! Stadurinn sem vid vorum a i 3 daga heitir Sunrise Beach Resort og nuna kemur eitthvad sem thid bjuggust ekki vid ad eg myndi gera!!! Eg datt natturulega ut ur batnum thegar eg var ad klongrast i land... Nina alltaf jafn flott a thvi!
Allar thessar eyjar eru an rafmagns og augljoslega an loftkaelingar en thad vandist nokkud vel. Sunrise var mjog vinalegur stadur med finum mat og godu folki. Thad var allt innifalid i thesum pakka, thar a medal maturinn... morgunmatur klukkan 7, hadegismatur klukkan 12 og kvoldmatur klikkan 19. Allir fengu thad sama ad borda og var ekki neitt sem het matsedill... sem var nu bara mjog gott... engar akvardanir gerdar, madur bordadi thad sem fyrir mann var sett. Allar eyjarnar eru med rafstod sem er notud til ad hafa ljos i nokkra tima a dag, en ljosin voru svo slokkt klukkan 12 a kvoldin(klukkan 11 a Naviti) og tha var langbest ad vera komin i rumid thvi thad er ekkert audvelt ad reyna ad rata i myrkri!!! A Sunrise var eg og Louisa-Anne svaka vinkonur og svo kynntist eg nokkrum i vidbot... Tanja fra Sviss, Vicki fra Englandi og tveimur Israelskum strakum sem eg gat omogulega sagt nofnin theirra... Hljomar eins og einhver se ad raeskja sig!
A odrum degi forum vid ad skoda hella sem haegt er ad synda i. Eftir ad hafa varid med litlum bat i 30 minutur, med gusum og latum svo ad eg vard alveg gegnblaut, tha komum vid a litla eyju med nafninu Sawailau og vid vorum i aevintyra sundi... Thvilikt upplifelsi. Fyrst vorum vid nidur i storan helli sem var god birta i vegna thess ad vid gatum sed blaan himinn i gegnum rifu a hellinum. En svo tok vid sund undir vatni yfir i fleirri hella sem voru i svartamyrkri og tilfinningin ad synda i svartamyrkri er baedi hraedileg og spennandi... hefdi verid bara hraedileg ef eg hefdi verid ein... en vid vorum hopur af um 15 manns og leidsogumadur med vasaljos! Madur var sko svolitid hraeddur vid ad tynast einhversstadar tharna i myrkrinu, thannig ad thad var kapp i ad halda ser sem nalaegast leidsogumanninum og var mikid hlegid og sparkad i naesta mann thegar 15 manns reyna ad synda i einni kos. En gaman gaman!
Eg var 3 daga a Nanuya Lailai og var Louisa-Anne med mer allan timann, en hin foru degi a undan mer a naestu eyju. Thessa 3 daga var solad sig og slappad af. Thad sem var flottast vid thessa eyju var ad myndin "The Blue Lagoon" var tekin upp tharna. Vid ad visu thurftum ad labba yfir alla eyjuna til ad komast a strondina sem myndin var tekin upp, en thad var vel thess virdi... jafnvel tho ad gangan hefi verid erfid; eyjan var sko ekki flot og hitinn vel yfir 30 gradur! Eins og thid sjaid a myndunum var thetta geggjad flott. Eg leigdi med snorkling bunad og snorkladi um lonid. Eg hef aldrei sed nokkud svona flott; ljosblar korall, dokkblar krossfiskur, fiska i ollum staerdum(engir hakarlar tho!) og litum og fullt af fleirri kvikindum sem eg veit ekkert hvad eru! Louisa-Anne aetlar ad senda mer eitthvad af myndum fra thessu thvi hun var med vatnshelda myndavel... skanna thad inn seinna!
Margt var brallad a eyjunum og eitt af thvi var ad fara i Kava drykkju med folkinu sem byr tharna. Kava er drykkur sem Fiji buar drekka mikid af og er einskonar afengi. Thad eru raetur og lauf mixud saman og buid einskonar te sem litur ut eins og drullupollur og eiginlega bragdast svoleidis lika! En ahrifin en bara svo skemmtileg ad madur laetur sig hafa thad tho ad bragdid se ekki gott! Verd ad taka thad fram her og nu ad Kava er ekki dop... thu getur keypt kava i budum, meira ad segja a Nyja Sjalandi. En thad sem mer fannst skemmtilegast vid allt thetta var seramonian i kringum hvern drykk og var eg ordin utlaerd i thessu ollu thar sem eg nadi ad lata bjoda mer i Kava drykkju a ollum eyjunum sem eg for til ;)
En eftir 3 daga a Nanuya Lailai for eg med batnum a naestu eyju. Su heitir Naviti og gisti eg a Korovo Eco Resort sem var minn uppahaldsstadur. Sunrise var adeins of natturulegur fyrir mig... ekki einu sinni haegt ad fa kaldan bjor... bara heitan! En a Korovo var haegt ad fa Kaldan Fiji bjor og var lika betri sturtur og betri strond og skemmtilegra folk og betri rum og.... ok thid fattid sem sagt ad Korovo var betri! Ekki thad ad Sunrise var ekki frabaer, Korovo var bara betri... ok eg er alveg viss um ad thid seud buin ad na thessu!!! ;)
Thar sem eg var i afsloppunarferd tha gerdi eg ekki mjog mikid a Koerovo nema ad slappa af og hafa thad gott. En thad var mikid i bodi a eyjunni, t.d. snorkla, klifra, veida og eitthvad fleirra. En eg gerdi ekkert af thessu, og se bara ekkert eftir thvi. A Koravo hitti eg aftur Vicki, Tanju og Israelana og var thad svaka gaman. Louisa-Anne for til Astraliu eftir Nanuya Lailai og eg mun vonandi hitta hana thar thegar eg fer thangad. A Korovo saum vid Fiji dansa og skemmtiatridi sem syndu Fiji menningu og svo forum vid fjogur i Kava party med staffinu... Vicki for snemma ad sofa. Thau foru svo oll yfir a adra eyju a odrum degi og var eg bara ein eftir... ekki gott! En thad er ekkert haegt ad vera eitthvad ad vorkenna ser... madur verdur bara ad kynnast nyju folki! Og a odrum degi kynntist eg 4 bretum sem eru: David og Amy sem eru par og svo vitleysingunum Andrew og Nigel. Andrew er komin nuna til Sydney thar sem hann er ad leita ser ad vinnu en hin thrju koma hingad til Auckland a morgun og vid aetlum ad ferdast um Nyja Sjaland saman.
Eftir 3 frabaera daga a Korovo var haldid i enn eina batsferdina og farid til Kuata og gist a Kuata Resort. Thar var eg nu bara i eina nott en hitti thar fullt af folki sem eg hafdi hitt og kynnst litillega a hinum eyjunum. Thegar madur ferdast svona a milli eyja, tha hittir madur alltaf einhverja a batnum eda a eyjunum sem madur hefur sed adur a annari eyju. Tharna var ekki breytt uf af vananum, Kava party, dansad og skemmt ser. Eini munurinn var ad a thessari eyju var haegt ad fa nudd! Og va hvad thad var gott, nudd fra toppi til taar i 30 minutur a 500 kall! Eg nadi ad fa mer eitt a dag... algjor snilld!
Thad besta vid Kuata var, ad okkur var bodid ad fara i kirkju med innfaeddum thar sem thad var sunnudagur og 6 af okkur skelltum okkur med. Vid tokum litinn bat yfir a naestu eyju og inn i litinn bae thar sem bua um 500 manns. Vid komum snemma svo ad vid forum i sma skodunarferd og fengum ad sja barnaskolann og gengum i gegnum baeinn. Svakalega gaman ad sja thetta svona og allir voda anaegdir ad sja okkur og Bula kom ur hverju husi (Bula thydir Hallo) Kirkjan theirra var svona eins og safnadarheimilin a Islandi, stor salur. Engir bekkir eda saeti voru tharna, thannig ad allir satu a golfinu... sem var nu bara nokkud erfitt i pilsi og i tvo tima(dofinn rass)... Vid konurnar urdum ad vera i pilsi... annad hefdi verid ovirding. En korinn i kirkjunni var thad besta vid thetta allt saman. Korinn var nefnilega um thad bil 30 born fra 2 ara upp i 15 ara. Og thetta var aedislegt ad heyra. Athofnin for oll fram a Fiji tungumali thannig ad vid skildum ekkert, eg var anaegdust med thessa ferd af ollu sem eg gerdi a Fiji!
Svo var thad baturinn og nuna var stefnan sett a storu eyjuna thar sem eg atti flug naestu nott til Auckland. Eg kom til Nadi(sem Fiji buar segja Nandi) um sex leitid og fekk eg far med rutunni inn i midbaeinn... sem reyndar er frekar litill og thar sem var sunnudagur og Fiji buar taka hvildardaginn mjog alvarlega, var allt lokad. En eg akvad ad reyna ad finna mer eitthvad ad borda og reyna ad finna internet til ad lata vita af thvi ad eg vaeri a lifi tvi ekkert var nu haegt ad hringja heim af rafmagnslausu eyjunum! Eftir stutta gongu um midbaeinn, myrkrid ad skella a og allt lokad, var eg nu ekki alveg viss um ad hugmyndin um midbaejarferd i stadinn fyrir 10 klukkustunda bid a flugvellinum, hafi verid god hugmynd. En um leid og eg hugsadi thad, stokk fram madur sem a veitingarhusid The Curry House og var hann yndislegur og vildi allt fyrir mig gera. Fekk finan karryrett og fylgd yfir a intenet hus. Svo baud hann mer upp a kaffi og hringdi a leigubil, eg verd ad segja ad Fiji buar eru mjog elskulegt folk.
Eftir svakalega leigubilaferd(helt ad lif mitt myndi enda i leigubil a Fiji!) var eg komin i flugstodina og vid tok bid i nokkrar klukkustundir. Svo verd eg nu ad uppljostra einu... thar sem eg hef unnid i flugstodinni i morg ar, tha hef eg nu oft pirrad mig a thessum turistum sem sofa ut um allt og nenna ekki ad kaupa ser hotelherbergi! Nuna er eg ordin ein af theim!!! Eg sem sagt trod mer i stal saetin og nadi sma kriu! Svo thegar eg for ad tekka mig inn fattadi eg hversu svakleg ljoska eg get stundum verid. Eg hafdi sem sagt verid hja Jon og Sarah adur en eg for til Fiji og leyfdu thau mer ad geyma megnid af draslinu minu hja theim svo ad eg thurfti ekki ad taka allt med mer. En thad sem eg gleymdi ad taka med mer var flugmidinn fra Nyja Sjalandi til Astraliu og til ad komast inn i Nyja Sjaland tharf ad syna fram a thad ad thu aetlir ad yfirgefa thad aftur. Nu voru god rad dyr... og eg meina dyr, thurfti ad kaupa nyjan mida a okurverdi til ad syna thegar eg kaemi inn i NZ. Eg var nu ekki alveg til i thad, og eg sem er nu alltaf svo kurteis og skemmtileg, tha vildi ein kona koma mer til adstodar. Hun hljop um flugvollin til ad finna einhvern stad til ad gefa ut afrit af midanum minum og tok thetta allt um 30-40 minutur. En ad lokum reddadist thetta allt og eg komst i flug og inn i NZ. Sarah var svo yndisleg ad saekja mig a flugvollinn og keyra mig heim til hennar og Jon, thar sem eg hef fengid gistingu i nokkra daga. Nuna bid eg bara eftir pakkinu fra Fiji svo ad vid getum farid ad skoda NZ.
Eg, Jon og Sarah erum ad fara ad borda i Sky Tower i kvold. Sky Tower er rumlega 300 metra har turn herna i Auckland med frabaerum veitingarstad i rumlega 200m haed.
Mer synist ad eg nai ekki ad setja allar myndirnar inn i dag thar sem eg tharf ad fara ad koma mer til baka og i sturtu fyrir kvoldid. Set thaer bara inn a morgun. Bae i bili.
föstudagur, mars 04, 2005
Sael oll... eg veit, thid attud ekki von a thvi ad eg skrifadi svona fljott aftur! En nuna er svo gott netkaffi herna. Eg er ad skrifa sma nuna, thvi ad eg kemst liklega ekkert a netid naestu 10 daganna... eg er ad fara til Fiji! Jibbi! Eg akvad ad athuga hvad thad kostadi ad skreppa nokkra daga i afsloppun til Fiji... ekkert nema strond, hengirum, god bok og kannski godur kokkteill ur kokoshnetu! Eftir ad hafa flakkad milli ferdaskrifstofa og pruttad sma("nei, eg fekk miklu betra verd a hinum stadnum") keypti eg mer ferd til Fiji; flug fram og til baka, 9 naetur a hosteli, sigling i 7 naetur og fullt faedi kostadi mig 55.000kr. Geggjad!
Thid hafid ekki hugmynd um hvad thad er erfitt ad vera ad ferdast svona... eg er algjorlega buin a thvi og tharf ad taka fri fra ferdalaginu i 10 daga!!! En thetta er alveg satt, eg helt aldrei ad thetta ferdalag gaeti tekid svona a... eg hef varla sofid lengur en til 8-9 a morgnanna. I Dragoman ferdinni var thad vanalega, "breakfast at 8, leave at nine" eda 7 og 8 og svo nokkrum sinnum logdum vid af stad a milli 6 og 7. Svo voru oft 10-12 klukkustunda keyrsludagar... arg! Eg sakna allra sem voru i ferdinni, en eg sakna sko ekki trukksins... hell no! Svo komu Sigurbjorn og Anna Osk i heimsokn med sina brengludu innbyggduklukku! Voru alltaf voknud eldsnemma a morgnanna, thvi tha var komin morgun a Islandi!!! Thannig ad eins og thid sjaid, tha er naudsynlegt ad eg fari i afsloppunarferd til Fiji... fer i flug eftir atta tima... get varla bedid... thad er ad visu spurning hversu hraedilegt flugid verdur... okyrrdin eltir mig!
En nuna aetla eg ad segja ykkur sma fra hvad eg hef verid ad gera her sidustu daganna. Thegar eg skrifdi sidast tha sat eg her og var ad bida eftir thvi ad rumid mitt yrdi tilbuid a hostelinu vid hlidina. Eg sendi e-mail a parid sem byr her og var med mer i ferdinni... og viti menn... thau bara hringdu stuttu seinna og vildu endilega ad eg gisti hja theim. Thau heita Jon og Sarah og eru alveg aedisleg... hann er orukuboltinn ur ferdinni sem aldrei gat verid kyrr og hun rolega konan hans. Jon sotti mig bara nidri bae og keyrdi mig heim til theirra og eg fekk mitt eigid herbergi og allt. Thau eru buin ad hugsa mjog vel um mig, eiginlega bara ad dekra vid mig. Eg er buin ad laera a hvada lest eg a ad taka nidri bae og er thvi alveg laus vid ad angra thau med skuttli og svoleidis. Eg er buin ad labba um allan midbaeinn og skoda mig um, en hef ekki gert neitt annad. Anna Osk smitadi mig af kvefinu sinu adur en hun for fra LA svo ad eg hef eiginlega verid bara half slopp. Eg tek bara godan turista hring thegar eg kem aftur fra Fiji, uthvild og fin! Hja Jon og Sarah hefur verid fullt hus af folki, vinnufelagi Jons hefur verid hja theim i nokkrar vikur og eg og vinur theirra komum a sama degi... eg a undan, svo ad eg fekk herbergid og hann sofann i stofunni :) Vid forum oll ut ad borda saman i fyrradag a Indverskan stad... eg med svo mikid kvef ad allt bragdadist eins :-/ Eg for svo ein i bio i gaekvoldi... Jon og Sarah foru i burtu yfir helgina i brudkaup, vinur theirra for aftur heim og vinnufelaginn for a einhverja kirkusamkomu/song... thad hefdi verid gaman ad fara med henni, en eg var ekki i studi og hun er lika svolitid skritin ;) Auckland er lika full af folki... einhver hatid... nuna er til daemis adalgatan full af folki i einhverri gongu... las ad thad vaeri von a nokkrum tugum thusunda manna, og thvi trui eg alveg... allt stappad af folki herna fyrir utan! Og eftir bioid i gaer var svo svaklega mikid af folki thegar eg kom ut og tonlist a fullu ad eg helt ad eg vari komin a thjodhatid!
En eg ver ad fa ad segja ykkur fra thvi thegar vid forum ut ad borda, her a Nyja Sjalandi er thad nokkud algengt ad thad seu stadir sem thu matt koma med thitt eigid vin med ther!!! Vid sem sagt tokum med okkur tvaer floskur af hvitvini og fengum svo bara glos a veitingarstadnum... geggjad snidugt og odyrt! Saegi thetta fyrir mer a Islandi...not! Svo voru kilostadirnir i Brasiliu algjor snilld lika... eg og Sigurbjorn aetlum ad opna fyrsta svoleidis stadinn a Islandi! Veit ekki hvort eg var buin ad segja ykkur fra thessum stodum en tha geri eg thad bara aftur! Thetta eru svona hladbord sem thu bara velur ther hvad og hversu mikid thu vilt borda og svo er thad bara viktad og thu borgar fyrir thad sem thu tekur. Thu faerd mida thegar thu kemur inn og i hvert sinn sem thu faerd ther eitthvad, er thad viktad og limmidi med viktinni er settur a midann... thad er lika haegt ad fa eftirretti og eitthvad ad drekka. Svo thegar thu ert buin, ferd thu bara a kassann og borgar fyrir thad sem thu ast! Algjor snilld!
En eg hef nu ekkert svakalega mikid ad segja nuna, en mer finnst alveg svakalega gaman ad lesa thegar skilin eru eftir Comment a sidunni... endilega segid hae!
Skrifa svo aftur thegar eg kem til baka fra Fiji og segi ykkur allt fra afsloppuninni og strondunum og kokkteilunum og hengirumunum og brunkunni minni.... bae bae
þriðjudagur, mars 01, 2005
Jaeja, hvad haldid thid... Nina bara a lifi! Jamm, hef ekki skrifad staf i heilan manud... en eg hef fullt af afsokunum og her koma thaer. Thad er buin ad vera stanslaus gestagangur hja mer og ekki fridur til ad skreppa fra og svo eru internet kaffihusin sem eg skrifa thetta a, ekki til i Ameriku. Bara eitthvad omurlegt taeki sem madur tharf ad mata dollara i, omurlegt! En nu er eg aftur ordin ein(sniff sniff) og komin til Nyja Sjalands thar sem internetid er eins og eg a ad venjast.
En hvert var eg komin i ferdasogunni minni? Humm thad er nu spurning hvort madur muni allt sem gerst hefur sidan sidast... en eg aetla ad reyna! Sidast var bara einn dagur eftir af ferdinni med vitleysingunum og einn dagur i thad ad eg atti ad hitta Kallinn minn sem var komin alla leid til Brasiliu ad hitta mig! A sidasta deginum var trukkurinn thrifinn og haldid uppbod a hlutum ur trukknum sem enginn kannadist vid... Eg nadi mer i thetta fina vasaljos! Sidan for hopurinn ut ad borda... nokkrir foru a djammid, en eg var ekki ein af theim... allt of threytt!! Snemma i hattinn... madur ma ekki vera threyttur thegar kallinn er ad koma og madur hefur ekki sed hann i manud!
Daginn eftir var svo keyrt til Rio de Janeiro en lentum i svaka tofum a leidinni thvi thad var slys a veginum, og thegar vid keyrdum framhja thvi saum vid ad thetta var banaslys... ekki gaman ad sja thetta!! En thegar allir voru bunir ad jafna sig a thessu, var afengislausu party skellt upp i trukknum... humm afengislausu??? Eg veit hvad thid erud ad hugsa, thessi hopur... afengislaus? En ju, buid var ad loka og gera upp barinn i trukknum, thannig ad ekkert afengi var ad fa. En vid skemmtum okkur samt alveg frabaerlega... Ninu Poddi sa fyrir gomlu smellunum og Eg, Poppy, Matt og nokkrir fleirri tokum dansinn! Thad vakti nokkra hrifningu a hradbrauinni ad vid tokum YMCA dansinn a ganginum og bilstjorarnir i kring hlogu af okkur.
Thegar komid var til Rio, skellti eg mer i taxa og for ad hitta kallinn. Vid gistum a odru hoteli en hopurinn... miklu flottara!! Eg aetla ekkert ad lysa thvi sem fram for naestu klukkutimana! Um kvoldid byrjudu svo kvedjustundirnar... Matt og Tracy foru tha. Restin af hopnum for ut ad borda og svoa djammid. Poppy var ad fara daginn eftir og thegar eg og Sigurbjorn forum heim a hotel, gaf eg henni pinky loford um ad eg kaemi ad kvedja hana morguninn eftir. Morguninn eftir forum vid Sigurbjorn ad kvedja hana... en vid forum a vitlaust hotel(hun gisti a odru hoteli en hopurinn) og svo thegar vid brunudum a hitt hotelid (ykt slow leigubilstjori) hafdi eg misst af henni... 5 min of sein... sniffsniff.... tha for Nina bara ad skaela! En svo kvoldid eftir foru Ylva og Ranjit... meira sniffsniff!
Eins og allir vita er Carnivalid i Rio fimm daga hatid med gotu djammi og latum allan solarhringinn. Vid forum i eitt gotuparty og thvilikt kaos og laeti, en bara thokkalega gaman. Annad kvoldid forum vid svo i Sambadrome, sem er staersta skemmtunin i thessu ollu. Thar koma allir Samba skolarnir saman og keppa i hver er flottastur og skemmtilegastur i thessu ollu... er ad visu ekki viss hvernig thetta allt er daemt en hvad med thad, thetta var svaka gaman ad sja. Og thar for eg fyrstu ferdina mina a neydarmottokuna... eg og Sigurbjorn nadum i sameiningu ad skera eina ta a mer vel og vandlega. Eg var ad stappa a bjordos og hann sparkadi i hana a medan... notid imyndaraflid... en thetta var svaka stud... eg held ad thad hafi verid 7-8 manns ad krukka i tanni a mer... orugglega fyrsta slys kvoldsins i Sambadrome... thetta gerdist sko i rodinni a leidinni inn!!
En naestu kvold voru kvedjustundir hja mer thegar folkid var ad tynast i burtu. En eg a eftir ad hitta flest alla ur ferdinni a thessu ari, thannig ad eg tharf ekkert ad vaela voda lengi. Eg og Sigurbjorn forum okkur haegt thessa fyrstu daga... eg thurfti endilega ad fa flensu eftir ad hafa sofid a fina hotelinu okkar fyrstu nottina... loftkaeling!!! ...en eg veit samt alveg hvad thid vorud ad hugsa... ISS! Eftir viku i Rio forum vid til Buzios og tokum Stef med okkur. Vid hofdum keypt okkur svaka pakka fyrir thessa ferd og innifalid i honum var akstur a milli hotela i Rio og Buzios... og va, vid fengum bara einkabilstjora a flottum bil sem keyrdi okkur a milli a thremur timum! Vid erum svo flott a thvi!!!
Hotelid i Buizos var alveg frabaert, litid og kosy med frabaeru starfsfolki. Og svo var utsynid thokkalega gedveikt. Tharna var solad sig, verslad og etid... og bordad fullt af itolskum is! Thessi baer er turista baer og var varla thverfotad fyrir folki, serstaklega thegar storu skemmtiferdarskipin voru i hofn. Eg, Sigurbjorn og Stef leigdum okkur Buggy(bill!) i ein dag... thad var numeiri druslan... eg keyrdi thvi ad eg var med skirteinid a mer. Druslan var alltaf ad drepa a ser en vid komumst samt ad skoda margar strandir og gatur solad okkur vel. Thurftum svo ad fara heim thegar byrjadi ad rigna... thetta var blaegjuboggy!
Eftir ad Stef for eitthvad nordar i Brasiliu, hofdum vid Sigurbjorn thad mjog gott i Buzios. Versludum okkur hengirum fyrir nyja husid, madur verdur ordin svo mikill hobo thegar madur kemur heim ad venjulegt rum dugar engan veginn!!!
Eftir 5 daga i Buzios forum vid aftur med einkabilstjoranum okkar til Rio og tokum thar turista hringinn. Vid forum upp a fjall til ad sja kriststyttuna og va... VA! hvad utsynid var flott, vonadi sjaid thid thad a myndunum! Svo forum vid med ruggandi kalfum upp a Sugarloaf mountain... Nina lofthraedda gerdi naerri yhvi i buxurnar a leidinni upp, Sigurbirni til miklar skemmtunnar! Thar var lika svaka flott ad sja, og thadan eru lika fullt af myndum. Sidan lobbudum vid yfir a Ibanima strondina... okkar hotel er sko a Cobacabana strondinni! Svo kom ad kvedjustundinni... arg, thetta verdur ekkert audveldara ad kvedja kallinn... bara erfidara! Kannski er thad bara gott ad thetta se erfitt...
Eg flaug svo til Miami og thadan til Los Angeles ad hitta Onnu systur... alltaf fae eg leidindar flug... okyrrd og laeti... Iss, eg er alveg ad venjast thessu! Eftir um thad bil 27 tima ferdalag kom eg tilLos Angeles... og thad var bara rigning! Iss... svik og prettir, eg helt ad thad vaeri alltaf sol i Hollywood! Svaka gaman ad hitta litlu sys og forum vid strax ad versla!!! Hotelstjorinn keyrdi okkur fra hotelinu okkar a Venice Beach yfir a Santa Monica(by the way... ef thid farid einhverntiman til LA, verid thid frekar a Santa Monica heldur en Venice Beach...miklu meira ad gerast thar og naer ollu!) Hotelstjorinn sem heitir Eddy, baud okkur a djammid um kvoldid en vegna svaka treytu hja mer... var ekki haegt ad hreifa mig ur ruminu fyrir million thetta kvold.
Daginn eftir var enntha rigning thannig ad thad var bara verslad meira og farid svo a djamm! Hittum fullt af biludum kollum, en skemmtum okkur konunglega. Kallar i LA eru svaka dramadrottningar eda skemmtilegir grinistar... og ja eins og alls stadar eru fullt af omurlegum gaejum og munurinn a theim i LA og annarsstadar er ad their i LA trua thvi ad their seu svaka flottir og skemmtilegir... thess vegna skemmtum vid Anna okkur svona svakalega vel! Daginn eftir var thynka og threyta i gangi og svo var rigning!!! Thannig ad vid forum varla ut, bara rett i bio, saum myndina Hitch med Will Smith... var bara nokkud god... svona stelpumynd!
Eddy hotelkall baud okkur svo a djammid og vaegast sagt endadi kvoldid i rugli. Eddy gekk a eftir mer med grasid i skonum og eg vard svo litid pirrud a tvi ad hann gafst ekki upp heldur for alveg yfirum og a endanum sagdi eg honum ad F... Off! Hann vard ekki anaegdur med thad!!! En who cares!
Thann 21. feb fengum vid svo bilaleigubil... gaman gaman! Vid forum og skodudum villurnar i Beverly Hills sem var ad visu mjog erfitt thvi margir vegir voru lokadir vegna rigninganna sem voru ekkert sma bunur! Thessi vetur er thridji blautasti vetur i LA sidan maelingar hofust!! Thannig ad i frettum voru bara aurskridur, flod, hus ad hrynja nidur og svoleidis gaman!!! Eftir alla thessa rigningardaga akvadum vid ad fara fyrr til Las Vegas en adur var akvedid. Og skelltum okkur i Road Trip a Midvikudaginn 23. feb. Svaka gaman ad keyra svona og stoppa i litlum baejum a leidinni. Thad tok okkur rumlega 6 tima ad keyra thangad. Og hotelherbergid okkar var thokkaleg holl midad vid herbergid okkar a Venice. Vid vorum tvaer naetur i Las Vegas og reyndum ad troda eins miklu og vid gatum a thessa tvo daga. Vid skodudum og myndudum oll flottu hotelin a The Strip og sum theirra eru geggjud, t.d. eins og New York, New York, sem er byggt eins og allar fraegu byggingarnar i NY, thad er empire state bygginginn, crysler byggingin, og fullt fleirra. Frelsisstyttan er fyrir framan hotelid og Brooklyn Bridge lika. Svo til ad toppa thetta allt er svaka russibani i kringum thetta allt. Alveg eins med Paris hotelid, thar er Effelturninn og Sigurboginn fyrir utan... og vid erum ekkert ad tala um litlar eftirlikingar af thessu heldur thokkalega storar... vonandi sjaid thid thetta a myndunum. Vid forum a syningu, American Superstars, sem eru svona songvarar sem lita ut eins og t.d. Michael Jackson ad syngja og dansa. Hafdi bara nokkud gaman af thvi. Vid forum sidan upp i Stratosphere turninn... um thad bil 300m har turn med utsynispalli og russibana og svoleidis taekjum, a toppinum. Eins og thid kannski sjaid a myndunum var lofthraedda Nina alveg ad gera a sig bara vid ad vera tharna uppi. En eg let ekki Onnu Osk komast upp med thad ad fara ein i russibanann tharna uppi og for med.... o mae god! Hraedilegt, Svakalegt, Hryllilegt... en eg gerdi thad samt!! Thokkalega stollt af mer! Vid forum lika i Madame Tussaud...thid heldud kannski ad vid hofdum hitt allt thetta fraega folk af myndunum?
Eftir Vegas keyrdum vid og skodudum Hoover Dam, svaka stiflu sem er a morkum tveggja fylkja i USA. Thannig ad klukkan var 3 og svo lobbudum vid skref og tha var klukkan 4... hehehe, thokkalega fyndid fyrir svo Islending sem er ekki vanur svona doti!
Svo tok vid svaka keyrsla til San Diego og thegar vid komum thangad, var sma aevinlyri ad finna hotelherbergi... og badar alveg ad spraena i braekurnar! En thetta reddadist! Daginn eftir aetludum vid til Mexiko i hadegismat, en vid fundum ekki upplysingarnar og haettum ekki a ad fara ut ur USA a Islensku vegabrefi, vissum ekki hvort vid kaemumst inn aftur!!! ;)
Vid keyrdum thvi bara strondina upp til LA i stadin... skodudum oll flottu husin i OC. Vid forum svo a runtinn til ad reyna ad spotta fraegt folk thegar oskarsverdlaunaafhendingin var... saum Billy Crystal og einn gaeja ur Las Vegas thattunum... en vid horfdum bara a Oskarinn i sjonvarpinu og forum snemma af sofa. Daginn eftir var vaknad ofur snemma svo ad vid gaetum skilad bilaleigubilnum og ad Anna gaeti nad fluginu sinu. Eg atti ekki flug fyrr en um kvoldid, thannig ad eg for bara i gongu... labbadi fra Venice yfir a Santa Monica og skodadi bokabudir.... svaka skemmtilegt!!! Sidan i gaerkvoldi tok eg flug hingad til Nyja Sjalands og eins og vanalega var hopp og hi og trall la la i fluginu en ekkert sem ofur "Nina flugvela hristingur" hondladi ekki!!! Nuna sit eg herna og bid eftir ad rumid sem eg aetla ad sofa i verdi tilbuid... med flugridu a hau stigi. Eg er ad hugsa um ad lengja ferdina mina um svona manud og for a ferdaskrifstofu adan til ad athuga med flug til Fiji... fer thangad liklega a laugardaginn i sma afslappelsi og ljuft lif ;)
Eins og thid hafid heyrt mig tala um, eru komnar fullt af myndum a myndasiduna mina. Eg er ad visu ekki buin ad setja inn hvad allar myndirnar syna, en thad er ad koma smatt og smatt!
Eg setti allar athugasemdir vid myndirnar ur Dragoman ferdinni a Ensku svo ad allt thetta pakk sem var med mer i ferdinni geti lesid lika! En nuna er eg ad kafna ur kvefi... akkurat thegar eg skrifa thetta, hnerradi eg ogurlega... thad vill engin nota thesa tolvu thegar eg stend upp...kallad verdur a sotthreinsingarlidid!!! Thannig ad med flugridu(svima og rugl i hausnum) og svaka kvef kved eg ykkur i bili. Vonandi verda tolvurnar godar her eftir og eg duglegri vid skrifin. Sakna allra ad heiman, kossar og knus a linuna :)
P.S. skodid endilega myndirnar fra thvi thegar vid forum i rafting i Brasiliu... eg bjo til link a siduna, hann er undir linknum af myndasidunni minni.