Draumaferðin
Draumaferðin
Heimsreisan sem mig hefur dreymt um í mörg ár...
Draumaferðin

þriðjudagur, desember 28, 2004
Jæja, loksins heyrist eitthvað frá mér. Erum búin að vera að flytja og eitthvað net vesen á okkur. Þannig að brottför er á morgun "glúp"
Var með smá kveðjukaffi í kvöld og nokkur tár féllu... eiga bókað eftir að verða fleiri :-// Skrifa við fyrsta tækifæri en nú á að fara að endurbakka(of mikið í töskunni ;) thíhíhí) og reyna svo að sofa smá. Later dudes :*
fimmtudagur, desember 16, 2004
Jæja, nú eru bara 13 dagar í brottför og allt að verða tilbúið. Ég var svo svakalega dugleg í gær að ég náði að klára allt sem eftir var... eða svona nokkurn vegin ;) Svo er þetta síðasti dagurinn í vinnunni hjá mér fyrir utan að ég fer í eina ferð til Hafnar í Hornafirði á mánudaginn. Það er sko allt að gerast... ég er á fullu að pakka niður búslóðinni, kaupa jólagjafir, plana kveðju partýið og svo er loka frágangur á ferðinni.
ALLIR AÐ MÆTA Í KVEÐJUPARTÝIÐ Á LAUGARDAGINN!
föstudagur, desember 10, 2004
Jæja, bara 19 dagar í brottför og ég á enn eftir að gera slatta... vonandi fer eitthvað að hægast í vinnunni svo að ég geti klára allt þetta dót. Það sem ég á eftir er að ganga frá nýju ökuskírteini, fá slatta af passamyndum, ganga frá ferðatryggingu og svo þarf víst að fara að undirbúa flutninga og jól. Allt geggjað að gera. L8er babes.
föstudagur, desember 03, 2004
Jæja ég er búin að fá mér myndasíðu og setti inn smá fjölskyldu myndir til þess að prufa.
Í dag eru 26 dagar í brottför... vá þokkalegur kvíðahnútur birtist í maganum við þessa yfirlýsingu... og alveg helling af tilhlökkun líka ;)
Kveðjupartýið stendur... 18. des og engar afsakanir teknar :)