Draumaferðin
Draumaferðin
Heimsreisan sem mig hefur dreymt um í mörg ár...
Draumaferðin

fimmtudagur, október 21, 2004
Kaupa kaupa kaupa... Ég er nokkuð viss að það er stórt gat á botninum í veskinu mínu, það hverfur allt sem í það kemur! Annars er mikið kaupæði búið að vera á mér, ég er svo heppin að bróðir og mágkona eiga góða vini í USA og þeir eiga foreldra sem eru æðislega góðir. Svo er ég svo heppin að bróðir og mágkona eru að fara til útlanda með vinum sínum og taka allt með sér til Íslands sem ég er búin að panta og láta senda heim til foreldra vinanna... Ég er svo heppin ;)
Ég var að kaupa mér bakpoka, svefnpoka, dýnu og regngalla. Keypti mér gönguskó í síðustu viku... algjör snilld. En stærstu útgjöldin eru að bresta á, flugmiðinn! Býst við að hann verði í kringum 250.000kr, sem er nú ekki svo mikið miðað við 20 flug hringinn í kringum jörðina.
Ekki var það meira í bili... verð að fara að vinna.
mánudagur, október 18, 2004
Í dag eru 72 dagar þangað til að ég legg í hann.... JÍBBÍ !
Búið að setja niður dag fyrir kveðjuhóf þann 18. desember. Allir velkomnir sem þekkja mig ;)
föstudagur, október 08, 2004
Eins og þið hafið tekið eftir er ekkert að gerast í þessu hjá mér... alla vegna ekki hér á síðunni. En ég er að leggja loka hönd á flugplanið mitt. Ég hefði aldrei trúað því hvað mikið mál er að púsla þessu saman og erfiðar ákvarðanir verða að vera teknar... hvar, hvenær og hve lengi! Bætti Tokyo inn í planið... bætti við Seoul og tók það svo aftur út :/
Þannig að nú er planið:
London, New York, Miami, La Paz-Bolivía, Ferð (Bólivía, Argentína, Brazilía), Rio de Janeiro, Buizos-Brasilía, Santiago-Chile, Auckland-New Zealand, Fijieyjar, Ástralía(Sydney, Perth, Broome, Uluru, Alice Springs, Cairns o.fl), Tokyo-Japan, Hong Kong, Víetnam(Hanoi til Saigon), Cambodía, Thailand(norður og suður), Malasía og svo Singapore. Þetta kemur niður sem u.þ.b. 6 vikur í S-Ameríku, 6 vikur í Eyjaálfu, 6 vikur í Ástralíu og ein vika í N-Ameríku.
Svo er maður búin að finna alskonar vitleysu sem gaman væri að gera, t.d. hjóla niður "the most dangerous road in the world" í Bólivíu, River rafting í Chile, klappa koala björnum, fara á úlfaldabak og hanggliding(svifflug) í Ástralíu og alls konar rugl sem bannað er að segja mömmu frá ;)
Í næstu vikur byrja allar bólusetningarnar og læknisskoðanirnar, þið fáið nákvæma lýsingu seinna af því öllu ;)
föstudagur, október 01, 2004
Jæja... Long time no see; segið þið! Jamm ég er búin að vera með ógeðisflensu og hef ekki skrifað staf í langan tíma, afsakið það :/
Þar sem ég er bara búin að liggja í bælinu síðustu tvær vikurnar, hefur lítið gerst í planinu. En samt allt að skríða saman. Ég er að setja síðustu hugsun í flugplanið og fer að panta flugið í næstu eða þar næstu viku, er líka mikið búin að pæla hvort ég eigi að lengja ferðina þ.e. að koma aðeins seinna heim en ég ætlaði. Sjáum til! En meira fljólega :*