Draumaferðin
Draumaferðin
Heimsreisan sem mig hefur dreymt um í mörg ár...
Draumaferðin

þriðjudagur, ágúst 31, 2004
Það virðist vera að það sé engin leið að koma mér frá landinu rétt eftir áramót! Ég hugsa að ég fari bara út fyrir áramót og eyði áramótunum á South Beach á Miami... Hverjir eru með??? Ég er viss að það eru nokkrir til??? Við erum að tala um flug með mér til Miami í gegnum London og sömu leið til baka. Svo auðvitað ódýr gisting í Miami! Hverjir eru með?
mánudagur, ágúst 30, 2004
Tíminn flýgur áfram!!! Ekki "nema" 125 dagar þangað til að ég fer!!! Ekki mikið hefur verið að gerast síðustu daga annað en það að ég er að fatta hvað þetta er stuttur tími sem ég er að flakka, ekki nema rúmir fjórir mánuðir, og ég á voðalega erfitt með að skera niður alla staðina sem mig dreymir um að heimsækja. Samt er ég bara að taka 3 heimsálfur!!! Það verða til að byrja með, 4 nætur á South Beach í Forida... það er það eina sem ég hef ákveðið á síðustu dögum! Ef þið viljið eitthvað tjá ykkur um þetta allt, eða að ykkur finnist ég verða að sjá eitthvað sem ég er að gleyma, endilega skellið athugasemd á mig(comments).
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
ÉG ER BÚIN AÐ BÓKA FYRSTA HLUTAN AF FERÐINNI :)
Núna verður ekki aftur snúið.
... og by the way... BROTTFÖR EFTIR 129 DAGA!
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
Á meðan Ég er að koma síðunni í­ það horf sem hún á að vera er um að gera að plana helling í­ huganum og stundum að skrifa það niður. Ég er að hugsa um næstu skref í­ ferðinni eftir Brasilíu. Hvernig lí­st ykkur á Chile? Eftir mí­num flugleiðum verð ég að flúga í­ gegnum og millilenda í­ Santiago í­ Chile á leið minni áleiðis til Ástralí­u, væri það ekki snilld aÃð stoppa nokkra daga og fara í­ eins og eina vínsmökkunarferð?
Svo er önnur stór ákvörðun... á hvaða eyju í­ Kyrrahafinu á ég að stoppa á og læra að kafa? Það koma svo margar til greina! Rarotonga, Fiji, Tahiti o.s.frv.
Eins gott að ég sé með nokkra mánuði til að ákveða mig!!!
föstudagur, ágúst 20, 2004
Jæja, auðvitað gengur ekki auðveldlega að gera allt sem ég vill gera! Ég er að reyna að setja alskonar fítusa á þessa síðu... en nei nei.. ekkert að heppnast. Meira að segja Professor Anna Ósk er ekki að skilja!! En við ætlun að halda áfram að reyna.
Annað að frétta af ferðaplönum er að það er bara verið að bíða eftir staðfestingu á frí­ frá vinnu... Ég er ákveðin að bóka ekkert fyrr en það er komið. L8er ;)
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
Áætlað plan fyrir janúar og febrúar.
Brottför frá Íslandi 2. janúar, síðan er flogið til London. Ég er að reyna að fá flug beint frá London til La Paz í­ Bolivíu eða jafnvel á­ gegnum Miami eða Rio de Janeiro. En það gæti verið að ég þurfi að fara einhverjar krókaleiðir til að komast til La Paz... við sjáum til. Þann 8. janúar fer ég­ svo í ferð með Dragoman í­ fjórar vikur í­ gegnum Bolivíu, Argentínu og Brasilí­u. Og verð komin til Rio de Janeiro 4. febrúar og mun hitta Sigurbjörn þar( hann flýgur frá Íslandi 2. feb) Við munum svo vera eina viku á Carnival í­ Rio og svo eina viku í­ litlum bæ við ströndina sem heitir Buzios. Eftir það er planið mjög óljóst, nema það að Sigurbjörn heldur aftur heim til Íslands og og fer í­ vestur. Meira um það plan seinna.
mánudagur, ágúst 16, 2004
Jæja loksins er draumaferðin komin á planið. Áætluð brottför er 2. jan 2005.