Draumaferðin
Draumaferðin
Heimsreisan sem mig hefur dreymt um í mörg ár...
Draumaferðin

þriðjudagur, maí 23, 2006
Eins og flestir vita, var aldrei farið í aðra ferð! En ferðin sem ég fékk var bara svo miklu berti en allar sem ég hef áður farið í... ég varð ólétt stuttu eftir að ég kom heim og á núna litla fallega prinsessu. Hún fæddist 26.04.2006, 14 merkur og 49 cm.
Ég ætla ekki að vera blogga um móðurhlutverkið en ég ætla að hafa myndir af litlu dúllunni á myndasíðunni minni fyrir alla sem ekki geta séð hana reglulega.
Notið bara tenginguna hér til vinstri!
Nína Mamma!
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Núna er hin mikla ferð búin og hefði ég aldrei getað ímyndað mér að þetta væri svona mikil lífsreynsla.
Ég hef gert marga hluti sem ég hefði aldrei trúað mér til að gera, t.d. lærði ég að kafa, ég fór í flúðasilgingu, á kajak, fjórhjól og hestbak svo nokkuð sé nefnt.
Ég silgdi á öllum tegundum af bátum; skútum, árabátum, kanú, keppnisskútu og venjulegum bátum, bæði litlum og stórum.
Ég fór í allskonar farartæki; trukk, bílaleigubíl, rútur, strætó og svo auðvitað Pam.
Ég fór frá sjávarmáli upp í rúmlega 4000 metra hæð.
Ég upplifði 16 flugferðir sem flestar voru með mikilli ókyrrð en ég stóðast það próf.
Ég sá óendanlega mikið að dýrum sem ég hef aldrei séð áður; kengúrur, krókódíla, koala, Pirana fiska, hákarla, risaskjaldbökur, lamadýr, froska, apa, slöngur og svo margt annað að ekki væri sú upptalning skemmtileg til lengdar.
Ég smakkaði á nokkrum af þessum framandi dýrum sem ég sá, t.d. kengúrum, lamadýrum og piranafiskum... ásamt öllu því sem ég vissi ekki hvað var!
Ég fór til fimm heimsálfa, níu landa og 12 stórborga.
Og svo eignaðist ég svo mikið af skemmtilegum vinum og hitti svo mikið af frábæru fólki að ég verð hamingjusöm til æviloka.
Svo er bara ein spurning eftir: MÁ ÉG FARA AFTUR?
mánudagur, ágúst 22, 2005
Jæja... London!
Ég lenti í London um hádegisbil og var öll spennt og hyper! Ætlaði að hitta Sigurbjörn á flugvellinum og átti von á systrum mínum líka. Ég hafði verið í sambandi heim og þar sem Sandra María bjó í London var planað að hitta hana og svo frétti ég það að Anna Ósk yrði í sumarfríi í London að heimsækja litlu Sys! Einnig var búið að reyna að fá foreldrana til London líka en frétti nokkrum dögum áður að það hafi ekki tekist. En ég var samt alveg svaka spennt.
Eftir að hafa þurft að velja ranga röð og bíða þar í hálftíma... ef ég hefði farið í rétta röð hefði ég bara beðið í 2-3 mínútur... Nína alltaf að brillera!!! En að lokum komst ég út og hitti Sigurbjörn! En engar systur voru á svæðinu og Sigurbjörn sagði mér að þær myndu bara kíkja á mig seinna um daginn... ég verð nú alveg að viðurkenna að ég var nú smá súr, ekki búin að sjá þær í marga mánuði og þær voru ekkert æstar að sjá mig.
Eftir dýra leigubílaferð var komið á svakaflott hótel... kallinn svo ánægður á sjá ferðalanginn að hann bókaði bara það besta fyrir kellinguna sína ;-) Og þegar ég kem inn í lobbyið sitja systurnar og bíða eftir mér... voru bara að hrekkja mig með því að segja að þær ætluðu bara að hitta mig seinna! Þannig að töskurnar flugu í allar áttir og hlaupið tekið í systrafaðm. Kossar, knús og nokkur tár ásamt tilheyrandi látum... fólkið á hótelinu héldu örugglega að við værum alveg að tapa okkur! En svona til að sprengja mitt hjarta alveg... stíga ekki foreldrarnir bara út úr næsta herbergi... meiri hlaup, faðmlög, knús og kossar... og jú, núna voru ekki bara nokkur tár... heldur flóð. Fjölskyldunni hafði tekist að hrekkja mig svona svakalega... en þetta var alveg æðislegt. Síðan var haldið upp á hótelherbergi og súkkulaðikaka og kampavín dregið upp úr poka og smá veislu slegið upp.
Ákveðið var að hittast um kvöldið að fara út að borða öll saman og fórum við á Planet Hollywood (algjörir túristar!) Fólkinu fannst að ég hefði örugglega ekki fengið neitt að borða í marga mánuði því ég kláraði matinn hjá öllum!!! Hafði bara svona mikla lyst eftir langt ferðalag og ég borða aldrei mikið í flugi... of upptekin að rembast við að halda vélinni á flugi með hugarorkunni!!!
En eftir dinnerinn fórum ég og Sigurbjörn að hitta Englendingana sem ég kynntist í Dragoman ferðinni í Suður-Ameríku. Það var djammað fram undir morgun og var æðislegt að hitta hana Poppy mína. Síðan var farið og hvílt sig!
Daginn eftir var vaknað snemma og farið að hitta fjölskylduna og ég fann að líkaminn var aðeins þyngri og hugurinn aðeins þokukenndari. En ég náði samt að tölta um með fjölskyldunni og var dagurinn fínn. Seinni partinn fórum við uppá hótel þar sem ég var orðin lúin... Jetlag/Þotuþreyta farin að segja til sín. Ákveðið var að leggja sig í tvo tíma en tveimum tímum seinna reyndi Sigurbjörn að vekja mig... 45 mínútum síðar gat ég opnað annað augað!!! Hef aldrei verið eins þreytt... langt ferðalag, erfið kveðjustund og svakalega svakalegur hittingur hjá fjölskyldunni. Nína litla var alveg búin... en Sigurbirni tókst að koma mér á fætur, en það tók tvo tíma.
Næstu daga var bara tölt um London og haft það gott. Fórum í mat til Poppy og Toms og var það kvöld svaka gaman. Síðast kvöldið fórum við út að borða í Soho á frábæran Thailenskan stað... nammi nammi namm... ég elska Thailenskan mat!
Síðan var síðasta flugið í reisunni London til Keflavíkur... auðvitað var smá ókyrrð á leiðinni... svona bara fyrir mig!
En nú er ferðalagið búið og ég er komin heim.
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Jæja, eftir langa keyrslu komum við til Sydney og keyrðum strax í hjólhýsagarð og keyptum okkur stað fyrir Pam. Við vorum náttúrulega glorsoltinn og fórum við í ferð í miðbæinn til að finna okkur eitthvað að éta. Að keyra yfir Sydney Harbor Bridge var alveg magnað og þar sem ég fór aldrei yfir brúnna þegar ég var síðast í Sydney var þetta alveg frábær upplyfun... jafnvel þó að ég hafi verið í skottinu á Pam með mjög lítið útsýni!!!
Eftir smá dinner var farið í hjólhýsagarðinn og bara farið að sofa... dagurinn búin að vera langur. Við ákváðum að fá okkur hostel í Sydney svo að við gætum verið niðrí bæ þar sem allir staðir fyrir Pam voru langt langt uppí sveit! Við fórum og bókuðum okkur á hostelið sem ég var á síðast, Base Backpackers, sem var mjög gott hostel. Við fengum sér herbergi öll fjögur saman. Svo kom að því að kveðja Pam... Þar sem bílastæðin í miðborg Sydney eru jafn dýr og gisting ákváðum við að fara eitthvað með hana í úthverfin og leggja henni þar í nokkra daga... frítt! Við vorum smá á rúntinum að finna rétta staðinn en að lokum lögðum við henni í Rosewood hverfinu og tókum allt dótið með okkur. Þar sem ég var að kveðja Pam þurfti ég augljóslega að taka ALLT mitt dót með mér en hin gátu bara tekið það með sér sem þau þurftur að nota í nokkra daga. Vá, ég vissi ekki að ég hafði safnað að mér svona miklu dóti á ferðalaginu og var bakpokinn minn úttroðinn og nýja taskan mín líka og litli bakpokinn og.. . jamm, allt of mikið. En ég náði nú að drösla öllu þessu drasli með mér í lestina. Pam fékk stóran, blautan koss og stórt og mikið faðmlag að kveðju. Bless Pam, þú varst æðisleg! Við fengum okkur svaka fínan morgunmat í þessu hverfi áður en við fórum í lestina... svaka fínt hverfi! Eftir að hafa komið okkur fyrir á hostelinu var farið að skoða. Við fórum niður í bæ og sáum óperuhúsið og brúnna og öll kvikindin í Botanic Gardens... þar eru sko leðurblökur, páfagaukar og kóngulær ásamt fullt af öðrum dýrum. Um kvöldið var svo farið á djammið... hvað annað! Ég var búin að vera í sambandi við Nigel sem ég hitti á Fiji og svo aftur á Nýja-Sjálandi og hittum við hann og fórum á tjúttið með honum og vinum hans. Við fórum fyrst og fengum okkur kokkteil á Shangri-La hótelbarnum. Þetta er eitt flottasta og dýrasta hótelið í Sydney og er barinn á efstu hæð með útsýni yfir Óperuhúsið og höfnina. Kokkteilarnir voru líka þokkalega dýrir(nærri því 1000kr!)... en maður þurfti bara að kaupa einn til að fá að vera þarna inni... hehehe... ókeypis útsýni... það kostar sko það sama að fara upp í útsýnisturninn, en hér fær maður áfengi líka!!! Sniðug!
En djammað var framm á morgun og voru margir barir skoðaðir og er ómögulegt að telja upp einhver nöfn... því að ég bara man þau ekki!!! ;-) Haldið var uppá hostel undir morgun eftir að hafa fylgt Nigel í rútuna... hann var að yfirgefa Sydney! Sniff sniff... kveðja besta félagann sem ég var búin að hitta í þremur löndum og ALLTAF gaman að bralla eitthvað með honum. Ég hitti hann bara einhvern tíman seinna í Englandi!
Daginn eftir var farið meira að skoða, Darling Harbor og miðborgin en ekki djammað eins mikið þetta kvöld vegna svaka þreytu. Daginn eftir fóru Becs og Jan á línuskauta en ég og Michael fórum bara á netið og svo í göngu um borgina.
Ég fór svo með allan hópin út að borða... kveðju dinner!!! SNIFF SNIFF!!! Við fórum á alveg frábæran stað í Darling Harbor og borðuðum og drukkum alveg heilan helling. Ég verð samt að segja að þó að maturinn hafi verið frábær og þjónustan góð... þá var þetta ekki besta máltíðin sem ég fékk í Ástralíu. Við vorum svo svakalega góðir kokkar að oft var maturinn betri en á bestu veitingastöðum í heimi. Helst er að nefna grillið á Alba Beack, grillið í Nimbin, grillið í Dululu... ok, þið skiljið hvað ég meina.
Restin af kvöldinu var ákveðið... detta í það og fara til Kings Cross hverfisins að djamma. Þetta hverfi er líkt og Soho í London... fullt af börum, klúbbum og óendanlega mikið af strippbúllum. Eins og við var að búast var tekið vel á því og djammað á King X barnum og nokkrum börum í viðbót langt framundir morgun.
Daginn eftir var ég ekki í stuði að gera mikið og þar sem ég var búin að fara í útsýnisturninn var ég bara ein að tjilla á meðan þau fóru að skoða hann. Jan og Becs fóru á sædýrasafnið en þar sem ég var ekki í miklu stuði fór ég að versla smá með Michael og svo fengum við okkur svaka gott að borða í Darling Harbor. Um kvöldið var farið í ChinaTown og fengið sér að borða... nammi namm, ég elska thailenskan mat. Kvöldið átti svo taka rólega þar sem þau voru að fara til Melbourne og ég heim daginn eftir. Við fórum á götumarkað og þar vildu Jan og Becs endilega bara fara aftur til Kings Cross og hrynja ærlega í það... en ég var ekki til. Þannig að úr var að Jan og Becs fóru á fyllerí og ég og Michael ætluðum bara í bíó. Eftir að hafa eitt mörgum klukkutímum í göngu að reyna að finna eitthvað sérstakt bíó ákváðum við bara að sleppa þessu og röltum bara um og kjöftuðum. Við fórum að sofa nokkuð seint en ekki nærri því eins seint og Jan og Becs sem rúlluðu inn rétt áður en vekjaraklukkan hringdi. Jan var í nokkuð góðu formi en Becs var alveg steinrotuð þegar átti að fara að vakna og leggja í hann. Michael, Jan og Becs ætluðu að leggja snemma af stað því að þau þurftu að sækja Pam og ætluðu svo að keyra alla leið til Melbourne þennan dag, ég átti flug til London um kvöldið svo að kveðjustundin var runnin upp! Þetta var erfitt og faðmlögin mörg en svo fóru þau... ég horfði út um gluggann og veifaði þegar þau gengu inn í lestarstöðina á móti hostelinu... og jú, tárinn flæddu :-(
Eftir að hafa jafnað mig og kúrt aðeins lengur í rúminu, pakkaði ég öllu mínu dóti niður og setti í geymslu á hostelinu. Svo þurfti ég að finna mér eitthvað að gera... og hvað annað en að versla!!! Keypti mér aðrar litlar gallabuxur ásamt fleiru á útsölu sem ég fann og svo keyrti ég allar Friends syrpunar á annari útsölu. Allt gert til að leiðast ekki! svo var bara tölt um og stússast smá. Síðan var komin tími til að koma sér út á flugvöll. Ég var bara flott á því og tók Taxa... ég var með svo svakalega mikin farangur að ég nennti ekki öðru! Eftir að búið var að tékka sig inn... og kjaftaði mig út úr að þurfa að borga yfirvigt ;-) þá fór loksins að koma smá spenningur að vera að fara heim.
Fyrst var flogið til Singapore og auðvitað var flugið hræðilegt... ókyrrð og læti stóran hluta úr leiðinni! Ég veit að þið hugsið að þar sem ég er svona hrædd við að flúga, þá er þessi ókyrrð sem ég er alltaf að tala um, svaka lítil og aumingjaleg og mest megnis bara í hausnum á mér! En ég er ekkert að ýkja... það var líka ókyrrð á leiðinni til Íslands sem var ekki neitt miðað við oft áður en Sigurbirni fannst ókyrrðin ekki lítil!
En eftir leiðinlega lendingu í Singapore var tveggja tíma stopover á flugvellinum og ákvað ég að skella mér bara í sturtu. Var búin að frétta að það væri hægt að kaupa sér sturtuferð á flugvellinum sem gerði allt þetta flug aðeins skárra. Og vá hvað mér leið miklu betur eftir baðið. Aðeins voru búnir 9 tímar af flugi og rúmlega 12 eftir. Eftir að í loftið var komið var ennþá ókyrrð þar sem veðrið yfir suðaustur-Asíu var þokkalega slæmt. En tveimur tímum seinna var flugið bara fínt og ég meira að segja svaf smá ásamt að borða 4 máltíðir og sjá 5 bíómyndir á leiðinni frá Sydney til London!
Meira un London seinna.
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Jæja... nú höldum við áfram.
Eftir öll faðmlögin og tárin var keyrt áleiðis til Brisbane. Við vorum búin að ákveða að stoppa í einn einum dýragarðinum... en þessi var ekki bara einhver dýragarður, nei, þetta var dýragarðurinn hans Steve Irwin... The Crocodile Hunter! Það fyrsta sem við sáum þegar við mættum á staðinn var... This Zoo is sponsered by Coca Cola... Fuji... og fullt af fleirri fyrirtækjum. Eins og það er fáránlegt að einhver stórfyrirtæki sponsera dýragarð, þá sá maður hvað þetta getur gert... Af öllum dýragörðunum sem við fórum í (og þeir voru all margir!!!) , þá höfðu dýrin það best þarna. Nóg pláss var fyrir þau og umhverfið var skapað sérstaklega fyrir hvert og eitt dýr. Svo voru nóg að "þjálfurum" og sýningar á einhverju voru á hverri klukkustund. Meira að segja einu sinni á dag er krókódílasýning í stúku sem rúmar 5.000 manns og vanalega er alltaf fullt! Við komum svo seint að við misstum af stóru sýningunni en náðum nokkrum "litlum" Krókódílarnir er nokkuð magnaðir og myndi ég alls ekki vilja hitta á einn út í náttúrunni. Smá fræðsla var um hvernig maður á að passa sig á að verða ekki drepin af krókódíl út í náttúrunni og var það svona eiginlega bara listi af hlutum sem við gerðum á Cape Tribulation... þegar við vorum að reyna að finna krókódíla um miðja nótt og ekki alveg edrú!!!
Eftir Steve héldum við til Brisbane og fundum við stæði fyrir Pam á fínum stað... að vísu fórum við nokkra hringi og svoleiðis í miðborginni... ekki orðin vön að keyra í stórborgum!!! Becs þekkti Ástrala sem hún hitti í Thailandi og á hann heima í Brisbane. Hún hringdi í hann og bauð honum í partý í Pam. Auðvitað var grillað og kvöldmaturinn var snilld eins og venjulega. Svo var drukkið smá af VB og Bundaberg. Vinur hennar Becs kom svo og rúntaði með okkur um Brisbane og fór með okkur á flottan útsýnisstað þar sem hægt er að sjá yfir alla borgina... geggjað flott! Síðan var bara farið aftur í Pam og farið að sofa.
Næsta dag furfti Pam að fara í smá ástandsskoðun og fóru strákarnir með hana, á meðan fórum við Becs að versla og hittum svo vin hennar. Becs var að leita sér að hlýrri flík því að hún var að fara til New Zealand og þar sem núna var komin vetur er svoleiðis flík nauðsynleg. Þar sem ég er svona ákveðin shopper, þá gekk ekkert að við versluðum saman... hún var alveg að drepa mig með að máta svona 100 flíkur og vita ekkert meira eftir það!!! Að lokum keypti hún ekki neitt, en ég var búin að kaupa mér tvo boli og eina peysu... og ég sem ætlaði bara með!!!
Eftir góðan Thailenskan mat og smá skipulagningu var haldið í áttina til Surfers Paradise og þar ætluðum við að finna hana Bob (sem ég kynntist í Dragoman ferðinni í Suður Ameríku). Bob býr á Mermaid Beach sem er rétt hjá Surfers. Við hittum hana þar sem hún var að skokka á ströndinni... já, það er gott að búa svona nálægt ströndinni! Það var ekkert smá gaman að hitta hana aftur og hún hafði ekkert breyst! Við fórum öll heim til hennar og tókum til við eldamensku... ekki kannski öll... ég og Bob fengum að sleppa við eldamenskuna þar sem við vorum á kjaftatörn og að skoða myndir frá S-Ameríku. Eins og venjulega var frábær matur og borðuðum við út á svölum. Bob bauð okkur að gista öll á gólfinu í stofunni hjá henni og það þáðum við... þá gátum við öll fengið okkur bjór... jibbí! Pam var tæmd og fjórum dýnum og öllu öðru var raðað á gólfið... síðan var kjaftað smá. Vegna þess að það var mið vika var Bob að fara að vinna daginn eftir, þannig að það var farið snemma í háttinn. Bob læddist svo út morguninn eftir og við fengum að sofa út. Eftir að hafa gengið vel frá og hent öllu draslinu í Bob, var farið af stað til Surfers Paradise. Þetta á að vera besti staðurinn fyrir ferðamenn eins og okkur en eins og við vorum reyndar búin að heyra, þá var þetta ekki staður fyrir okkur. Allt of svona Benidorm staður... fullt af túristum og háhýsum... hef reyndar ekkert á móti Benidorm, bara ekki fyrir mig. Við fengum okkur Hungry Jacks( hamborgarar í einum gæðaflokki ofar en McDonalds!) og versluðum. Ég keypti mér gallabuxur... sem væri ekki frásögu færandi nema að þær voru númer 10! Nína loksins að minnka!
Eftir þetta allt saman var haldið til Nimbin... hvað á maður að segja um Nimbin... hummm. Þetta er svona hippa bær sem hefur ekki breyst síðan á sjötta áratugnum, hér finnur þú mikið af Grasi og hér reykja allir. Hér finnur þú gamla menn með sítt skegg sitjandi úr á götu með fullt af fólki sem drekkur upp þekkinguna sem vellur af vörum þessa mikla spekings. Við einmitt hittum einn svoleiðis, flottur dúddi og hafði hrúgur af konum í kringum sig, horfandi aðdáunar augum á hann... hann var samt örugglega sjötugur! Við fórum á hippa safnið og sáum helling af "rusli"... ég held að maður hafi þurft að vera svolítið vel reyktur til að "fíla" safnið!!! Við fundum okkur stæði fyrir Pam og fylgdi með stæðinu kassi af víni! Þarna vorum við bara eina nótt og var gott Partý í Pam og gott grill eins og við var að búast frá okkur!
Daginn eftir var svo haldið til Byron Bay. Byron er svona mekka fyrir brimbrettakappa sem reykja gras! Við komum til Byron seint ad kvöldi í helli rigningu. Við reyndum að fá að leggja Pam á hosteli/tjaldstæði sem heitir The Arts Factory og er svona nokkurn vegin útibú frá Nimbin, en ekki var pláss fyrir okkur. En við fundum frábæran stað sem var alveg við ströndina og settumst þar að. Næstu dagar voru notaðir í afslöppun, djamm og smá verslun. Við fórum aftur til The Arts Factory og fórum í bíó... sáum tvær myndir í röð sem var nú ekki frásögufærandi nema að við vorum í svo svakalega flottum bíósal. Salurinn var fullur af svona sófum og var legið úr um allt... algjör lúxus. Ég held að þetta gæti alveg gengið hér á Íslandi, ég ætti að opna svona bíó! Eitt kvöldið fórum við á djammið sem var nú ekki merkilegt... skemmtistaðurinn Pam er miklu betri! Jan og Becs reyndu að læra að surfa... sem endaði með því að Jan var barin í hausinn með bretti af einhverjum gömlum kalli sem var ekki alveg sáttur.
Við vorum komin svo sunnanlega að það var byrjað að verða kalt... ég reyndi að fara í sólbað í Byron en fljótlega var maður komin í gallabuxur og bol utan um bikiníið!
Síðasti keyrsludagurinn minn í Pam rann upp 23. Maí!!! Þá keyrðum við frá Byron Bay til Sydney. Þetta er nokkuð löng keyrsla og tók okkur alveg um 11 tíma.
Meira um það seinna...
laugardagur, júlí 23, 2005
Jæja... gengur svakalega vel að klára þetta!!! Not!
Í sögunni var ég komin til Hervey Bay. Við komum seint á staðinn, þreytt og mygluð. Við fórum að hostel sem heitir Beaches... sem var að vísu ekki við ströndina! Þar bókuðum við okkur í ferð til Fraser Island og átti kynninginn að fara fram daginn eftir. Við skildum Mike, Becs og Teresiu eftir á hostelinu og fórum að finna okkur stað fyrir Pam. Eftir smá rúnt fundum við fínan stað og eftir smá myndatökur af sólarlaginu var skellt sér í smá internet. Þreytan var svo mikil að við ákváðum að fá okkur að borða nálægt Pam og sleppa því að fara niður á hostel og hitta gengið. Við, Ég, Michael og Jan, fundum okkur kínverskan veitingastað og fengum okkur að borða. Siðan var bara farið að sofa.
Daginn eftir var farið á fund á hostelinu og hitt restina af "áhöfninni" Við vorum að fara í 4WD ferð til Fraser Island, sem er stærsta sandeyja í heimi. Eyjan er öll úr sandi en á henni vex samt regnskógur. Svo eru varla nokkrir vegir, heldur er bara keyrt á ströndinni eða smá vegslóðum. Við vinirnir erum sex saman en bílinn sem við fáum tekur 11 manns. Þannig að á okkur var bætt fimm manns. Þetta voru þrír svíar; Erik, Magnus og Gustav, svo var það bretinn sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir... við skýrðum hann Porno, veit ekki alveg af hverju... hann var alveg vel truflaður, en skemmtilega truflaður. Svo síðastur og síðstur var Randy, Ameríkani.
Eftir smá kynningu þurfum við að ákveða hvað við ætluðum að kaupa að áfengi og mat. Hópurinn átti að ákveða matinn saman og svo að fara að versla. Dagurinn fór í allskonar verlun og skipulagningu. Eftir fyrsta klukkutímann fórum við að sjá að Randy yrði erfiður. Hann kunni allt, vissi allt... hann var skógarvörður, kunni fyrstu hjálp, hafði verið kokkur, rútubílstjóri... jamm, það þekkja allir einhvern svona fávita! Og auðvitað kom í ljós að hann kunni ekkert, vissi enn minna og var lasinn á geði!!! En meira um það seinna.
Eftir allt þetta var farið snemma að sofa því við áttum að mæta um klukkan sjö að ná í bílinn daginn eftir.
Dagurinn byjaði eins og allir aðrir dagar í Ástralíu; sól, hiti og expressó með flóaðri mjólk! Já, mér var spillt að litlu strákunum mínum! Eftir að hafa farið og náð í restina að liðinu og keyrt niður að bílaleigu var bílinn hlaðinn að góðgætinu og kynning á eyjunni haldinn. Síðan var haldið af stað. Var keyrt niður að bryggju og beðið eftir bátnum sem átti að flytja okkur yfir á eyjuna. Eins og venjulega var Ástralíu tími á bátnum... allt svo easy og rólegt! Þannig að það var ekkert hægt að gera en að bara detta í það... klukkan var nú alveg að verða tíu! Útnefndir voru tveir bílstjórar og restin opnaði bjór. Við vorum í samfloti með tveimur öðrum bílum frá sama kompaní og við og allir fengu sér bjór. Nokkrar myndir voru teknar og fíflagangur og læti einnig!
Eftir stutta siglingu var komið á eyjuna. Og var byrjað að keyra ranga leið og villast alveg herfilega... eins okkur einum er lagið! Eftir nokkur pissustopp og ýtustopp, fundum við loksins eitthvað sem vert var að skoða og var farið í stutta gönguferð. Eftir mikið að fíflalátum... m.a. að hlaupa um allt með lítinn svía í fanginu og með stóran breta á bakinu... bara til að sanna hversu mikill jaki ég er!!! Síðan var keyrt niður á strönd og flak af gömlu skipi skoðað, en vegna mikillar drykkju hjá okkur öllum var allt skoðað á hlaupum og við vorum svo svöng að við stoppðum á ströndinni og fengum okkur hádegismat... mjög seint að vísu! Eftir það var farið að finna tjaldstæðið og tók það nokkurn tíma vegna tíðra pissustoppa og vöntun á fólki sem gat lesið á kort! Eftir nokkra stund komum við á staðinn og var tekið til við að tjalda... sem gekk alveg furðu vel og voru sett upp tvö tjöld... halli og skakki hefðu verið fín nöfn á þau. Svo var tekið til við eldamennsku og svo var djammað stíft fram á miðja nótt með ferð á ströndina til að stunda fleiri krókódílaveiðar. En þar sem engir krókódílar eru á Fraser Island var bara skellt sér í ýmiskonar vitleysu eins og fimleika og að grafa fólk í sandinn... endalaust gaman.
Daginn eftir var vaknað snemma(ish) og haldið að skoða eyjuna... flestir ákváðu að byrja ekki daginn með drykku heldur geyma það til seinni tíma... þ.e. allir nema Porno sem hélt uppi heiðri okkar alkóhólistanna(meira um þá nafngift seinna!) Fundum við lítið yfirgefið vatn... vorum að vísu villt og römbuðum á það!... en það var enginn nema við og ákváðum við að skella okkur í sund... Randy til mikillar raunar, þar sem við vorum búin að sóa svona svakalegum tíma í að skemmta okkur. Allt var svakalega fallegt þarna og litlar skjaldbökur syndandi um vatnið. Allir hoppuðu úti nema Randy sem stóð á bakkanum og argaði og gargaði og benti á úrið sitt. Við ákváðum bara að synda það langt út í vatnið að við heyrðum ekki lengur í honum! Eftir 25 mínútur(Randy tók tímann) var farið uppúr og hófst þá mikið rifrildi á milli okkar allra og Randys. Eftir að hafa nokkrum sinnum hætt við að drekkja honum í vatninu(vildum ekki menga svona fallegan stað!!!) þá fór hann bara í fýlu! Hans hugmynd af þessum þremur dögum sem við höfðum á eyjunni, var að sjá allt en stoppa bara stutt á hverjum stað. Þetta myndi þíða að megnið af tímanum myndi fara í keyrslu á milli staða og ekkert fjör. Þannig að þar sem við vorum búin að sóa miklum tíma í þetta rugl þá ákváðum við að skella okkur á fallegasta staðinn á eyjunni, Lake McKenzie, sem er svakaflott tært, blátt vatn með hvítum fíngerðum sandi sem strönd. Þarna eyddum við restinni að deginum, fengum okkur að borða og höfðum það gott. Fýlupokinn Randy virtist skemmta sér ágætlega... en gaf okkur illt auga ef við virtumst vera að skemmta okkur of vel.
Eftir skemmtilegan dag var aftur haldið á tjaldstæðið og tók Randy nett flipp þegar við neytuðum öll að vakna klukkan sex um morguninn næsta morgun og drífa okkur af stað að skoða "allt sem eftir var" Hann var alveg stjörnuóður og sagði að við hefðum gert munnlegt samkomulag um það fyrr um daginn... hvað er að þessum gaur! Eitthvað hafði klikkað við innkaupin á matnum fyrir hópinn(Randy sá um það!) og var til eitthvað lítið fyrir kvöldmatinn. En allt þetta gáfaða fólk bjó bara til hina fínustu kássu úr öllu sem var eftir og hefði verið mikil sátt um matinn ef Randy hefði ekki krafist að fá nærri því helminginn af matnum fyrir sig einann! Þarna sauð loksins upp úr öllu og reiddist Mike svo að hann greip í Randy og var nærri því búin að banka hann, en þar sem Randy hótaði að kæra hann(týpískur Ameríkani!!) þá taldi hann það ekki vera þess virði. Hinir tveir hóparnir fylgdust með öllu og voru svakalega ánægðir með að þeir hefðu ekki endað með þennan vitleysing í sínum hópi!
En við erum nú svo skemmtilegur hópur að við ákváðum að láta þetta ekki skemma fyrir okkur og leyfðum Randy að gera það sem hann vildi og tókum upp drykkju og drykkjuleiki. Eftir nokkra stund tókum við eftir að við vorum að verða búin með áfengið okkar... og var það ekki líklegt... grunaður er Randy til þessa dags að hafa tekið það og gefið og hent til að hefna sín. En við náðum að kaupa smá meira áfengi og partýið hélt áfram... En svo kom í ljós að Randy var búin að stela bíllyklunum og neitaði að skila þeim(Mike skráður fyrir bílnum) og sagði að hann ætlaði að fara að sjá "allt" klukkan sex um morguninn með eða án okkur! Það var ein að reglunum hjá Bílaleigunni að ef einn fer, fara allir... aldrei má bara einn vera í bílnum á rúntinum! Núna hafði fílfið loksins náð að skemma fyrir okkur kvöldið... svöng, áfengislaus og bíllaus. Fengnir voru málamiðlunarmenn og tók það allt kvöldið að fá lyklanna til baka. Og þessi maður kvartaði yfir okkur þegar við komum til baka!!!!
Daginn eftir var vaknað klukkan átta... ekki sex, en Randy náði að vekja alla þá... var að vísu búin að reyna í klukkutíma... en hann stóð fyrir utan tjöldin og flautaði með einhverri dýraflautu sem notuð er til að fæla frá Dingóa. Maðurinn á náttúrulega við einhver vandamál að stríða!!! En við tókum okkur saman og fengum okkur smá morgunmat... lítið til sko!. Svo var farið að stað. Fyrst fórum við að skoða Indian Head sem er klettur niður á strönd og við klifruðum hann. Frá toppinum sést niður í sjó og þar má sjá stóra hákarla synda um... pant ekki synda þarna! Eftir það fórum við að sjá Champagne pools... geggjað flott. Þurftum að vísu að klifra smá kletta til að sjá þá, þar sem göngustigurinn þangað var í viðgerð. En þetta eru svona "sundlaugar" alveg niður við sjóinn og þegar öldurnar koma yfir steinanna þá koma loftbólur í vatnið og manni líður eins og maður sé að synda í kampavíni. Síðan var hádegismatur... smá Weetabix wannabe og bananar... jummy... maður varð bara virkilega saddur!!!
En þar sem báturinn átti að fara seinni partinn ákváðum við að keyra áleiðis en stoppa aftur við Lake McKenzie og klára ferðina þar. Eins og áður var alveg brill að koma þangað. Eftir smá stopp var haldið í bátinn og farið í land. Þar kvartaði og kveinaði Randy við alla sem voru nálægt og sagði að við værum alkóhólistar og að vildum ekki sjá neitt nema ofaní bjórinn... o.s.frv. Eins og mátti búast við tók engin hann alvarlega og örfáir nenntu að hlusta á hann. Þegar hann kvartaði á ferðaskrifstofunni sem við pöntuðum ferðina var sagt við hann; við hverju bjóst þú, bóka í gegnum ferðaskrifstofu sem gerir út á bakpokaferðalanga!
Þó að þessi vitleysingur hafi verið með, þá var svaka gaman og ég skemmti mér frábærlega.

Þegar við komum í land var Pam sótt og ákveðið að gista á hosteli þessa nótt. Við ætluðum að hittast, allir hópurinn -Randy, en allir voru svo þreyttir að ekkert var úr því. Ég, Jan og Michael fórum á Subway og ræddum áframhaldandi ferðalag og komumst að því að tíminn væri að hlaupa frá okkur og við þurftum að fara að koma okkur áleiðis til Sydney. Og var ákveðið að fara að stað morguninn eftir.
Morguninn var erfiður... Vakna drullu þreyttur og þurfa að pakka og kveðja. Theresia ætlaði að vera lengur og fara svo eitthvað annað og Mike var á leiðinni til baka til Cairns. Þannig að mikil kveðjustund var á bílaplaninu og ég er ekki frá því að nokkur tár hafi verið þurrkuð í skyndi úr augum. Svo lögðum við af stað í næsta ævintýri, ég, Jan, Beks og Michael... en það verður í næsta bréfi. Vonandi fer ég nú að klára þetta fljólega.
þriðjudagur, júlí 05, 2005
Jæja, reyna að skrifa eitthvað smá í dag!
Eftir að hafa pakkað og yfirgefið Ayr var haldið til Airlie Beach. Við komum þangað seinni part dags og hittum þar Becs og Teresiu og var farið að plana að fara að sigla. Mikið var skoðað og var mikið úrval í ferðum... en að lokum komumst við að sameiginlegri niðurstöðu þar sem allir voru sáttir við og veskið líka. Við keyptum ferð á keppnisskútuna Matador sem hefur sigrað í fullt af keppnum, þar á meðal Ameríkubikarinn og Tasmaníukeppninni. Becs ákvað að koma með okkur en Teresia ákvað að vera eftir það sem hún var enn veik. Við fréttum að Mike væri einhversstaðar á tjaldstæði í Airlie Beach, þannig að við fórum á Pam að leita af honum en fundum hann ekki þó að við höfðum lagt okkur öll fram og kom hann því ekki með að sigla. Mætingin á skipið var morguninn eftir en vegna þess hvað við vorum sein vorum við nærri því búin að missa af skútunni, en rétt mörðum þetta. Og auðvitað var slatti að bjór með í för! Siglingin á skútunni var alveg frábær, þrír dagar, tvær nætur af djammi, sól, svaka siglingum og geðveikt flottum stöðum. Við sigldum um The Whitsundays eyjarnar... og vá hvað það var fallegt þarna. Mæli með þessu fyrir alla. Fjórir voru í áhöfn: Captain Tim, rauðhærður, bleikur svaka skemmtilegur strákur, Kokkurinn, hún Heidi, sem var alveg þvílík "pam" look-a-like... Pam persónan, ekki bílinn!!! Svo voru tveir sjóarar, svona aðstoðarmenn Skipperins, þeir Dan og Robbie. Dan svaka gormur og Robbie rólega týpan. Allt saman frábært fólk. Farið var í siglingakeppni á milli okkar og annars báts... og auðvitað unnum við! En þessar skútur eru svona eins og maður sér oft í sjónvarpinu... fara nærri því á hliðina og sigla þannig! Allir voru með í að setja upp seglin og breyta þeim eftir vindi og áttum og þetta var svaka fjör allt saman. Flottast var að koma á Whitehaven Beach, þó að veðrið hafi ekki verið frábært þann dag sem við vorum þar, var svo svakalega fallegt þarna að það skipti ekki öllu máli. Sandurinn þarna er sá hvítasti og fínasti sem ég hef nokkurn tímann séð. Við sáum krossfisk, flatfisk og lítin hákarl bara við það að labba aðeins um í sjónum... geggjað! Fékk meira að segja að koma við krossfiskinn... kúl! Síðasta daginn á skútunni fórum við á eyju sem var með bar, sundlaug og heitum potti ásamt heitum sturtum... Long Island Ice Tea og heitur pottur er góð leið að ná úr sér hrollinum!!!
Eftir að komið var í land, var auðvitað slútt partý. Hvernig fer þetta fólk að þessu sem vinnur við svona dót... alltaf svaka djamm eftir hverja einustu tveggja nótta siglingu... erfitt líf!!! Hvar sækir maður um? En eins og venjulega var geggjað fjör og var djammað fram undir morgun... þurfti meira að segja að fara daginn eftir í leiðangur í leit að uppáhalds skónum mínu þar sem ég hafði skilið þá eftir á einum barnum... hamagangur í dansinum sko!
Daginn eftir var bara slappað af... fundum loksins Mike og var allur skarinn bókaður í 4WD ferð á Fraser Island eftir nokkra daga. Teresia var farin áleiðis að Fraser og ætlaði að hitta okkur þar, en ég, Mike, Jan, Becs og Michael ákváðum á skella okkur aðeins í Outbackið... strákunum langaði að sjá smá auðn.
En fyrst var keyrt til Rockhamton og komum við þangað seint að kvöldi. Og vorum við á tveimur bílum, Pam og bílaleigu bílnum hans Mikes. Við ákváðum að fá okkur bara fjölskyldu herbergi öll saman og grilla og svoleiðis. Fundum fínan stað en svefnpláss bara fyrir fjóra, svo að allar dýnur voru teknar úr Pam og Jan svaf á gólfinu. Allir voða sáttir og eins og venjulega var maturinn góður. Eftir sturtu x5 var svo bara spjallað og svo smá fjöldaslagsmál og svo farið að sofa. Vaknað var snemma og haldið í ferð út í auðnina. Erfitt reyndist að finna alvöru auðn þar sem þessi "auðn" var í miðju kolasvæðinu. En við sáum margra kílómetra langar kolalestir og marga smábæi. Góð myndasyrpa var tekin á leiðinni og var Pam í aðalhlutverki þar... vonandi get ég sett inn einhverjar myndir af því, þegar ég fæ allar myndirnar frá Ástralíu fljótlega. Í eftirmiðdaginn var kaffi og kex í bæ sem heitir Blackwater og svo var farið að reyna að finna stað til að gista á... og þá allt í einu(eftir myrkur) voru engir staðir í boði og keyrðum við í nokkra hringi en enduðum í smá bæ sem heitir Dululu... eiginlega ekki smábær, frekar svona -ekki einu sinni smá-bær! En eftir á Mike og Becs voru búin að setja upp tjaldið og við að gera ekki neitt nema að horfa á og drekka bjór, var farið að grilla. Og eins og þið eruð búin að þekkja þá var náttúrulega veisla... nautasteikur, túnfisksteikur og risarækjur á teini ásamt fullt af góðgæti með. Verst var að við þurftum að slást við fullt að kvikindum á meðan við vorum á reyna að njóta matarsins...fullt, fullt, fullt af kvikindum. Svo komu tveir svangir kettlingar í heimsókn og fengu þeir að smakka kræsingarnar... þvílíkt lúxus kvöld hjá þeim! Siðan var komið sér fyrir í Pam og tekið til við að spila og drekka bjór... og úr varð þetta líka skemmtilega kvöld af spjalli og fjöri... eitt það besta kvöld í ferðinni allri!
Daginn eftir var svo vaknað seint og keyrt í langan tíma... eða það fannst höfðinu alla vegna!!!Við keyrðum alla leiðina til Hervey Bay þar sem við ætluðum í ferð til Fraser Island. En meira um það seinna.